Alls sextán látin í eldunum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 10:15 Eldtefjandi efnum hefur verið kastað úr flugvélum yfir stór svæði til að reyna að hemja útbreiðslu eldanna. Myndin er tekin í bakgarði fólks í Mandeville Canyon í gær. Vísir/AP Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira