Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar 13. janúar 2025 10:33 Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun