„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2025 21:44 Eldur Ólafsson forstjóri og stofnandi Amaroq. Vísir Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, var til tals í Reykjavík Síðdegis í dag. Nýlega hófst framleiðsla á gulli úr gullnámu Amaroq, Nalunaq, á Suður-Grænlandi eftir tíu ára undirbúningsstarf. „Við erum með sjö ára vinnslutíma fyrir námuna okkar til þess að vinna næstu sjö árin. Svo reynum við að stækka það, vonandi í tíu ár, tólf ár og svo framvegis,“ segir Eldur. Eldur segir nýlegan áhuga Bandaríkjaforseta á að kaupa Grænland hafa „gígantísk“ áhrif á stöðu Amaroq. „Það er erfitt að fjármagna námur. Það vilja flestir kaupa í tæknifyrirtækjum. Það hefur lítil fjárfesting verið í orku á Íslandi og málmum. Þetta er eitthvað sem þykir ekki eins spennandi og að eiga til dæmis í einhverju app-fyrirtæki. Það er að breytast,“ segir Eldur. Áhugi Bandaríkjamanna á fjárfestingum í málmi skipti verulegu máli fyrir Íslendinga. „Því að hliðið inn í Grænland teljum við, og ástæðan fyrir að Amaroq er með skrifstofur hér á Íslandi og við erum búsett hérna, vera inn frá Íslandi. Og það telja, held ég, Kínverjar líka. Við erum með Icelandair sem flýgur fyrir okkur, við erum með Verkís sem vinnur alla verkfræðivinnu. Það eru alls konar tengingar þarna sem skipta máli.“ Þegar Amaroq standi í fjárfestingu á á námum sé allt að sextíu prósent kostnaðarins fólk, það er launakostnaður og fólksflutningar. Eldur segir að ef Íslendingar kæmu sér upp góðum viðskiptatengslum við Grænland yrði það á pari við undirritun EES-samningsins 1994. Hann nefnir túrisma, sjávarútveg, málmvinnslu- og bræðslu sem dæmi. „Þetta er allt það sama og við Íslendingar erum að gera,“ segir Eldur. „Þannig að ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég ekki gera neitt annað en þetta.“ Að einblína á Grænland? „Já.“ Eldur segir Íslendinga í frábærri stöðu til að mynda tengsl við Grænland. „Alls konar þjónustufyrirtæki, bankar, fjárfestar, tryggingafélög. Þarna getum við nýtt okkar reynslu hérna og staðsetningu. Það er hægt að gera skattasamninga, alls konar hluti fyrir Grænlendinga, boðið þeim að koma hingað og nýta sér þjónustu hér. Þetta eru ekki nema fimmtíu þúsund manns. Og það er algjört dauðafæri fyrir Íslendinga að horfa til þessa staðar.“ Hér er einungis stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent