Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 10:52 Ben Gvir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, á ísraelska þinginu í vetur. EPA/ABIR SULTAN Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04