Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 06:47 Biden varaði við því í gær að fáveldi væri í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. „Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
„Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira