Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 07:08 Menn hafa töluverðar áhyggjur af því að Trump sé full alvara í því að „eignast“ Grænland. Getty Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent