Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Slökkviliðsmaður kælir jarðveg eftir gróðureld í Malibú í Kaliforníu í desember. Til viðbótar við losun manna losnaði umtalsverður koltvísýringur út í andrúmsloftið vegna gróðurelda víða um heim í fyrra sem var hlýjasta árið í mælingasögunni. Vísir/EPA Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira
Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Sjá meira