Níutíu Palestínumenn látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 06:40 Meðal þeirra sem látnir voru lausir úr Ofer fangelsinu var nokkur fjöldi ungs fólks. Getty/Anadolu/Issam Rimawi Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira