Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 08:58 Nour og bróðir hennar Mohamed Ballas reyna að bjarga því sem bjargað verður úr húsarústum heimilis fjölskyldunnar í Rafah. AP/Abdel Kareem Hana Viðbragðsaðilar á Gasa segjast gera ráð fyrir því að yfir 10 þúsund lík sé að finna í húsarústum á svæðinu. Vonir standa til að hægt verði að fjarlægja líkin á næstu 100 dögum en skortur á jarðýtum og öðrum búnaði mun líklega seinka aðgerðum. Þúsundir íbúa Gasa hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna eftir að Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé. Heimkynnin eru þó í flestum tilvikum húsarústir en Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 60 prósent bygginga á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst í loftárásum Ísraelshers. Langflestir íbúa Gasa, tvær milljónir, eru án heimilis og tekna og reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Aðstoðin hefur sem betur fer aukist verulega frá því að vopnahlé komst á en 630 flutningabifreiðar hlaðnar neyðargögnum óku inn á svæðið á sunnudag og 915 í gær. Gríðarlegrar fjárfestingar er þörf á Gasa til að endurreisa svæðið. Íbúar eru farnir að snúa aftur heim og segjast staðráðnir í þvi að endurbyggja.AP/Jehad Alshrafi BBC hefur eftir Sam Rose, starfandi framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að það séu ekki aðeins innviðirnir sem þarfnist endurbyggingar heldur einnig einstaklingurinn og fjölskyldurnar. „Trámað sem [íbúarnir] hafa upplifað, þjáningin, missirinn, sorgin, niðurlægingin og grimmdin sem þeir hafa mátt þola síðustu sextán mánuði; þetta er langur vegur.“ Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu áætla að um 47 þúsund hafi verið drepnir á Gasa og yfir 110 þúsund særðir. Þau hafa ekki upplýst um hlutfall bardagamanna af látnu en segja meirihlutann konur og börn. „Á hverri götu eru látnir. Í hverju hverfi er fólk undir rústunum,“ segir Abdullah Al-Majdalawi, 24 ára viðbragðsaðili. Fólk sé enn að hringja og tilkynna um ástvini grafna í húsarústum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Þúsundir íbúa Gasa hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna eftir að Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé. Heimkynnin eru þó í flestum tilvikum húsarústir en Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 60 prósent bygginga á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst í loftárásum Ísraelshers. Langflestir íbúa Gasa, tvær milljónir, eru án heimilis og tekna og reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Aðstoðin hefur sem betur fer aukist verulega frá því að vopnahlé komst á en 630 flutningabifreiðar hlaðnar neyðargögnum óku inn á svæðið á sunnudag og 915 í gær. Gríðarlegrar fjárfestingar er þörf á Gasa til að endurreisa svæðið. Íbúar eru farnir að snúa aftur heim og segjast staðráðnir í þvi að endurbyggja.AP/Jehad Alshrafi BBC hefur eftir Sam Rose, starfandi framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að það séu ekki aðeins innviðirnir sem þarfnist endurbyggingar heldur einnig einstaklingurinn og fjölskyldurnar. „Trámað sem [íbúarnir] hafa upplifað, þjáningin, missirinn, sorgin, niðurlægingin og grimmdin sem þeir hafa mátt þola síðustu sextán mánuði; þetta er langur vegur.“ Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu áætla að um 47 þúsund hafi verið drepnir á Gasa og yfir 110 þúsund særðir. Þau hafa ekki upplýst um hlutfall bardagamanna af látnu en segja meirihlutann konur og börn. „Á hverri götu eru látnir. Í hverju hverfi er fólk undir rústunum,“ segir Abdullah Al-Majdalawi, 24 ára viðbragðsaðili. Fólk sé enn að hringja og tilkynna um ástvini grafna í húsarústum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira