Þá urðu miklar truflanir á umferð víðsvegar um suðurhluta Bandaríkjanna í gær.
Rúmur áratugur er síðan síðast snjóaði í New Orleans við strendur Mexíkóflóa en snjókoman í gær var vægast sagt söguleg. Þá mældist snjókoman þar sem hún var mest 25 sentímetrar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en það er nýtt met. Gamla metið var 6,8 sentímetrar og var að sett í lok árs 1963.
Met voru einnig slegin í Flórída og í Alabama.
Þetta var í fyrsta sinn sem gefin var út snjókomuviðvörun í fjölmörgum sýslum við strandlengjuna í Texas og Luisiana. Strendur þar sem iðulega má finna fólk í sólbaði voru hvítari en gengur og gerist þar sem þær voru snævi þaktar.
Tveir eru sagðir hafa látið lífið vegna kuldans í Austin, höfuðborg Texas og einn lést í Georgíu.
Yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi víða í New York en þar hefur verið spáð allt að sextíu sentímetra snjókomu í dag.