Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 12:22 Gíslarnir fjórir voru kvenhermenn í Ísraelsher. AP Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða. Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira