Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:45 Trump svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“. Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“.
Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira