Þúsundir höfðu safnast saman við Netzarim-mörkin, línu sem Ísraelsmenn höfðu dregið til að skipta svæðinu í tvennt, á laugardag. Gerðu menn ráð fyrir að fá að snúa heim eftir að hafa verið á vergangi, eftir að aðilar undirrituðu samkomulag um vopnahlé.
Ísraelsher meinaði fólkinu hins vegar för inn á Norður-Gasa. Samkvæmt erlendum miðlum var skotið á hóp fólks og að minnsta kosti einn lést. Þá eru aðrir sagðist hafa særst alvarlega.
Yfirvöld í Ísrael réttlættu þessa framgöngu með því að vísa til þess að Hamas hefði ekki staðið við skilmála vopnahlésins, þar sem Yehoud hefði ekki verið látinn laus með öðrum gíslum á laugardag.
Í morgun bárust hins vegar þær fréttir frá Katar að samkomulag hefði náðst um að Yehoud yrði látinn laus fyrir föstudag, ásamt tveimur öðrum gíslum. Þetta þýddi að opnað yrði fyrir aðgengi að norðurhluta Gasa nú í morgunsárið.