Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 21:33 ,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
,,Mannkynið háir stríð gegn náttúrunni, þetta er sjálfsmorð”, sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í ræðu árið 2020, vegna ágangs mannkyns á jörðinni. Náttúran er við og hún er allt í kringum okkur. Hún er öll lífkerfin. Hún býr til börnin okkar, hún lætur okkur lifa, hún lætur okkur þrífast og dafna. Ef við ætlum ekki að verja náttúruna; ef við ætlum ekki að hlúa að umhverfi okkar og hjálpa því að komast í jafnvægi, þá erum við í stríði við okkur sjálf. Ég varð ansi hugsi í aðdraganda síðustu kosninga. Mér fannst allt of takmörkuð tenging á milli umhverfis og annarra málaflokka, og satt að segja varð ég uggandi yfir komandi tímum. En á sama tíma bárust fréttir utan úr heimi. Katrín Jakobsdóttir hafði samþykkt að verða formaður evrópskrar nefndar um loftslagsbreytingar og heilbrigðismál, sem stendur til að koma á fót hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þetta gæti orðið farsælt skref fyrir SUM, og dýrmætt tækifæri fyrir okkur öll. Umhverfismál og ofurnákvæmt jafnvægi náttúrunnar er grundvöllur og rót alls lífs. Það er grundvöllur farsældar, réttinda og hagvaxtar. Umhverfismál eru grundvöllur þess að samfélag manna, öll lífríkin og jörðin í heild sinni fái frið til að starfa rétt. Að náttúran fái að nýta sína kraftmiklu innviði og vera „besta útgáfan af sjálfri sér“. Að tengja þessa rót við heilbrigði, að tengja umhverfismál og afleiðuna, er svo löngu tímabær nálgun að mati SUM. Við í stjórn SUM erum spennt fyrir því hvað þessi nýja stofnun mun leiða af sér. Við í SUM höfum fundið það á eigin skinni í fjölda ára hvernig neikvæð umhverfisáhrif hafa áhrif á lífkerfin, og þar með heilbrigði okkar allra. En það er ekki eingöngu loftslagsbreytingar sem hafa neikvæð áhrif á heilbrigði. Nánast daglega berast fréttir um heilsubresti vegna samspils efna, örvera, myglu og rakaskemmda í hinu byggða umhverfi. Gríðarleg efnanotkun er í mannvirkjum, inn á heimilum, vinnustöðum, stofnunum og skólum, sem jafnframt raska jafnvæginu. Efnamengun í iðnaði, loftmengun, jarðvegsmengun, grunnvatnsmengun, aukaefni í landbúnaði og ræktun, matvælum, hreinsivörum, snyrtivörum, lyfjum og bólusetningum. Hormónaraskandi efni, plast, þungamálmar, VOC efni, bindiefni, eldtefjandi efni, rotvarnarefni, þalöt, litarefni, gerviefni í fatnaði, húsgögn, innréttingar, gólfefni, og svona mætti lengi telja. Meira að segja vatnið okkar, grundvöllur alls lífs, er orðið það mengað að það er farið að hafa ótvíræð áhrif á fólk, dýr og aðrar lífverur. Þessi áhrif eru lúmsk, geta valdið snjóboltaáhrifum á uppsöfnun og útgufun, og geta aukið enn við loftslagsbreytingar. Ójafnvægi á einum stað keðjunnar kann að leiða til eldgoss á öðrum. Þetta eru áhrif sem verða kannski aldrei mælanleg, og verða eflaust aldrei færð fram með vísindalegum hætti, tölfræði eða gögnum. En áhrifin eru þarna, og það eru nú þegar milljónir manna í heiminum sem glíma við andlegar, líkamlegar og félagslegar skerðingar vegna vaxandi neikvæðra umhverfisáhrifa. Áhrifin margfaldast hratt, eru samverkandi, krossverkandi og erfið yfirsýnar. Umhverfismál er náttúruvernd. Þau eru mannréttindi, heilbrigði og grundvöllur alls lífs. Við einfaldlega lifum ekki né döfnum án náttúrunnar. Náttúran er órjúfanlegur hluti okkar, í allri sinni fjölbreytni. Umhverfismál snertir okkur öll, ekki bara SUM. Við biðlum til Katrínar að beita sér heildrænt í þessum efnum og hlökkum til hennar framlags í þessum grundvallarmálaflokki. Höfundur er lögfræðingur og forkona SUM, samtaka um áhrif umhverfis á heilsu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun