Kennari stakk átta ára stúlku til bana Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2025 09:11 Blóm og skilaboð sem íbúar í Daejeon skildu eftir við grunnskólann eftir að kennari þar stakk nemanda til bana í gær. Vísir/EPA Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. Stúlkan fannst særð á annarri hæð grunnskólans í borginni Daejeon um klukkan 18:00 að staðartíma í gær. Hennar hafði verið saknað frá því að rútubílstjóri lét vita af því að hún hefði ekki mætt til að vera sótt þá um daginn. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, var hjá stúlkunni og með stungusár sem lögregla telur að hún gæti hafa veitt sér sjálf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Konan játaði að hafa stungið stúlkuna en yfirvöld segja að hún hafi ekki haft nein tengsl við stúlkuna. Yfirheyra átti konuna frekar eftir skurðaðgerð sem hún gekkst undir vegna sára sinna. Tók annan kennara hálstaki skömmu áður Kennarinn er sagður hafa óskað eftir sex mánaða leyfi vegna þunglyndis í desember og snúið aftur til starfa eftir aðeins tuttugu daga eftir að læknir mat hann tilbúinn til starfa. Nokkrum dögum áður en konan stakk stúlkuna hafði hún sýnt af sér ofbeldisfulla hegðuna og meðal annars tekið samkennara sinn hálstaki. Tveir embættismenn skólayfirvalda heimsóttu skólann vegna þess að morgni árásarinnar og mæltu með því að konan yrði sett í leyfi og haldið aðskilinni frá öðrum kennurum. Henni hafði verið gert að sitja við borð aðstoðarskólastjórans til að hægt væri að hafa eftirlit með henni. Choi Sang-mok, starfandi forseti Suður-Kóreu, hvatti yfirvöld til að grípa til allra mögulegra ráða til þess að koma í veg fyrir sér að atburður af þessu tagi geti endurtekið sig. Suður-Kórea Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Stúlkan fannst særð á annarri hæð grunnskólans í borginni Daejeon um klukkan 18:00 að staðartíma í gær. Hennar hafði verið saknað frá því að rútubílstjóri lét vita af því að hún hefði ekki mætt til að vera sótt þá um daginn. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, var hjá stúlkunni og með stungusár sem lögregla telur að hún gæti hafa veitt sér sjálf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Konan játaði að hafa stungið stúlkuna en yfirvöld segja að hún hafi ekki haft nein tengsl við stúlkuna. Yfirheyra átti konuna frekar eftir skurðaðgerð sem hún gekkst undir vegna sára sinna. Tók annan kennara hálstaki skömmu áður Kennarinn er sagður hafa óskað eftir sex mánaða leyfi vegna þunglyndis í desember og snúið aftur til starfa eftir aðeins tuttugu daga eftir að læknir mat hann tilbúinn til starfa. Nokkrum dögum áður en konan stakk stúlkuna hafði hún sýnt af sér ofbeldisfulla hegðuna og meðal annars tekið samkennara sinn hálstaki. Tveir embættismenn skólayfirvalda heimsóttu skólann vegna þess að morgni árásarinnar og mæltu með því að konan yrði sett í leyfi og haldið aðskilinni frá öðrum kennurum. Henni hafði verið gert að sitja við borð aðstoðarskólastjórans til að hægt væri að hafa eftirlit með henni. Choi Sang-mok, starfandi forseti Suður-Kóreu, hvatti yfirvöld til að grípa til allra mögulegra ráða til þess að koma í veg fyrir sér að atburður af þessu tagi geti endurtekið sig.
Suður-Kórea Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira