Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:58 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir ákvörðunina einróma í ríkisstjórn að rifta samkomulagi um vopnahlé verði gíslunum ekki skilað. Vísir/EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að samkomulagi þeirra við Hamas um vopnahlé verði slitið á laugardag skili Hamas ekki gíslunum sem samið var um að yrði skilað á laugardag. Netanyahu lýsti þessu yfir síðdegis í dag eftir langan fund með ríkisstjórn sinni. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að ríkisstjórnin væri enn afar reið yfir ástandi gíslanna sem var sleppt síðasta laugardag. Þá sagðist hann hafa fyrirskipað ísraelska hernum að koma sér fyrir innan og utan Gasasvæðisins og að þau muni bregðast við verði gíslunum ekki skilað. Þá sagði hann það einróma ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sé gíslunum ekki skilað fyrir hádegi á laugardaginn verði samningi um vopnahlé rift og ísraelski herinn hefji árásir sínar á ný og láti ekki af þeim þar til Hamas verður „gjörsigrað“. Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg.Vísir/EPA Í frétt BBC um málið kemur fram að hingað til hafi Hamas sleppt 16 ísraelskum gíslum í stað hundruð Palestínumanna sem hafa verið í fangelsi í Ísrael frá því í janúar. Hamas hafa einnig afhent fimm taílenska gísla til taílenskra stjórnvalda. Enn eru í haldi á Gasa 17 ísraelskir gíslar sem á að sleppa, samkvæmt samkomulagi, í fyrsta fasa vopnahlésins. Þremur þeirra átti að sleppa næsta laugardag en Hamas tilkynnti að því væri frestað og vísaði til þess að Ísrael hefði rift samkomulaginu með því að banna íbúum á Gasa að snúa aftur til norðurhluta Gasastrandarinnar, með því að ráðast á Palestínubúa með flugskeytum og byssum ásamt því að hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu. Segja Ísrael hafa rift samkomulaginu Hamas sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að Hamas virti enn samkomulagið sem gert var um vopnahlé. Þá vísuðu samtökin hugmyndum Donald Trump um flutning íbúa Gasa til nágrannalanda á bug. Þau segja yfirlýsingar hans fullar af kynþáttahatri og að þetta plan muni ekki ganga upp. Þá minntu þau á það í yfirlýsingu sinni að þau telji Ísrael hafa rift samkomulaginu. Donald Trump á fundi með konungi Jórdaníu í dag, Abdullah öðrum.Vísir/EPA Donald Trump fundaði í dag með konungi Jórdaníu um stöðuna í Miðausturlöndum. Í frétt BBC segir að þeir hafi rætt vopnahlé Ísrael og Hamas og Trump hafi, meðal annars, lýst því yfir að hann telji ólíklegt að Hamas standi við samkomulagið á laugardag og skili gíslunum sem á að skila þá. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í kvöld bæði Hamas og Ísrael til að standa við samkomulagið sem gert var í janúar um vopnahlé og til að hefja á ný viðræður í Doha í Katar um annan fasa samkomulagsins. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna las yfirlýsingu Guterres á blaðamannafundi í Genf síðdegis í dag. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til Hamas og Ísraels að heiðra samkomulagið um vopnahlé.Vísir/EPA „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum leiðum að hernaðarátök hefjist á Gasa á ný,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði hann það í forgangi hjá Sameinuðu þjóðunum að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Þörfin þar sé enn gífurleg. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Í yfirlýsingu frá honum kom fram að ríkisstjórnin væri enn afar reið yfir ástandi gíslanna sem var sleppt síðasta laugardag. Þá sagðist hann hafa fyrirskipað ísraelska hernum að koma sér fyrir innan og utan Gasasvæðisins og að þau muni bregðast við verði gíslunum ekki skilað. Þá sagði hann það einróma ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sé gíslunum ekki skilað fyrir hádegi á laugardaginn verði samningi um vopnahlé rift og ísraelski herinn hefji árásir sínar á ný og láti ekki af þeim þar til Hamas verður „gjörsigrað“. Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg.Vísir/EPA Í frétt BBC um málið kemur fram að hingað til hafi Hamas sleppt 16 ísraelskum gíslum í stað hundruð Palestínumanna sem hafa verið í fangelsi í Ísrael frá því í janúar. Hamas hafa einnig afhent fimm taílenska gísla til taílenskra stjórnvalda. Enn eru í haldi á Gasa 17 ísraelskir gíslar sem á að sleppa, samkvæmt samkomulagi, í fyrsta fasa vopnahlésins. Þremur þeirra átti að sleppa næsta laugardag en Hamas tilkynnti að því væri frestað og vísaði til þess að Ísrael hefði rift samkomulaginu með því að banna íbúum á Gasa að snúa aftur til norðurhluta Gasastrandarinnar, með því að ráðast á Palestínubúa með flugskeytum og byssum ásamt því að hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu. Segja Ísrael hafa rift samkomulaginu Hamas sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að Hamas virti enn samkomulagið sem gert var um vopnahlé. Þá vísuðu samtökin hugmyndum Donald Trump um flutning íbúa Gasa til nágrannalanda á bug. Þau segja yfirlýsingar hans fullar af kynþáttahatri og að þetta plan muni ekki ganga upp. Þá minntu þau á það í yfirlýsingu sinni að þau telji Ísrael hafa rift samkomulaginu. Donald Trump á fundi með konungi Jórdaníu í dag, Abdullah öðrum.Vísir/EPA Donald Trump fundaði í dag með konungi Jórdaníu um stöðuna í Miðausturlöndum. Í frétt BBC segir að þeir hafi rætt vopnahlé Ísrael og Hamas og Trump hafi, meðal annars, lýst því yfir að hann telji ólíklegt að Hamas standi við samkomulagið á laugardag og skili gíslunum sem á að skila þá. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í kvöld bæði Hamas og Ísrael til að standa við samkomulagið sem gert var í janúar um vopnahlé og til að hefja á ný viðræður í Doha í Katar um annan fasa samkomulagsins. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna las yfirlýsingu Guterres á blaðamannafundi í Genf síðdegis í dag. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til Hamas og Ísraels að heiðra samkomulagið um vopnahlé.Vísir/EPA „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum leiðum að hernaðarátök hefjist á Gasa á ný,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði hann það í forgangi hjá Sameinuðu þjóðunum að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Þörfin þar sé enn gífurleg.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04
Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39
Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent