RFK verður heilbrigðisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Robert F. Kennedy yngri, verður heilbrigðisráðherra og það væntanlega seinna í kvöld. EPA/ALLISON DINNER Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Kennedy hefur verið meðal þeirra sem Trump hefur tilnefnt í mikilvæg embætti sem hafa mætt hvað mestri mótspyrnu. Demókratar hafa verið alfarið gegn tilnefningu hans og segja hann engan veginn hæfan til að stýra heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig lýst yfir efasemdum um hæfi Kennedys í starfið en það skilaði sér ekki í atkvæðagreiðsluna. Eins og í atkvæðagreiðslunni um tilnefningu Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna í gær, var Mitch McConnell eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Sjá einnig: McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard McConnell hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum um sæti hans á þingi. Trump og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, hafa heitið því að beita sér gegn hverjum þingmanni Repúblikanaflokksins sem fer gegn Trump og tryggja að viðkomandi tapi í næsta forvali flokksins. Hefur lengi dreift samsæriskenningum Sem heilbrigðisráðherra myndi Kennedy meðal annars hafa stjórn á rúmum átta milljörðum dala sem varið er til þróunar bóluefna og bólusetningar barna. Hann gæti einnig skipað fólk í áhrifamikla nefnd sem veitir ríkjum ráðleggingar varðandi bóluefni. Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Hann hefur meðal annars haldið því ranglega fram að bóluefni við kíghósta hafi dregið fleiri til dauða en það hafi bjargað. Kíghósti dró fjölda barna til dauða á árum áður en með bóluefnum hefur sjúkdómnum verið svo gott sem útrýmt á heimsvísu. Frænka hans sendi þingmönnum bréf í síðasta mánuði þar sem hún fór hörðum orðum um RFK og sagði hann meðal annars vera athyglissjúkt rándýr. Kennedy hefur einnig talað mikið gegn viðbótarefnum og mikið unnið matvælum í Bandaríkjunum en sú umræða hefur vakið athygli víða í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn eru sammála honum um að grípa þurfi til aðgerða á því sviði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump hefur tilnefnt til að leiða heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna, fór fram á það við Lyfjaeftirlit ríkisins að bóluefni við Covid yrðu tekin úr dreifingu. Þess krafðist hann í maí 2021 þegar þúsundir Bandaríkjamanna voru enn að deyja í viku hverri. 19. janúar 2025 17:16
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. 14. nóvember 2024 21:28