Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 08:32 Eric Adams, hinn umdeildi borgarstjóri New York, er sagður einskonar fangi Donalds Trump, sem reynir að beita dómsmálaráðuneytinu til að stjórna Adams. AP/Ed Reed Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs en nýir forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa lýst því yfir opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Til marks um það mætti Adams í viðtal á Fox News í gær, þar sem hann sat við hlið Thomas Homan, sem Trump hefur skipað í embætti „landamærakeisara“ og hefur það hlutverk að draga úr flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna. Þar lýsti Adams því yfir að hann ætlaði að vinna með ríkisstjórninni. Homan sagði í viðtalinu að ef Adams starfaði ekki með þeim, myndi Homan fara til New York. „Og við munum ekki sitja á neinum sófa. Ég verð á skrifstofunni hans, ofan í hálsmálinu á honum, spyrjandi: Hvað í helvítinu varð um samkomulagið okkar?“ sagði Homan. Sagði hættulegt fordæmi skapast Danielle R. Sassoon, sem tók við embætti æðsta saksóknara Manhattan eftir að Trump tók við embætti, sagðist í bréfi sem hún sendi ráðuneytinu að hún gæti ekki framfylgt skipunni þar sem hún sagði hana ekki byggja á gildum grunni. Í bréfinu, sem lesa má hér á vef New York Times, sagði hún að ástæðan sem forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu gefið væru slíkar að hún gæti ekki tekið þátt í þeim. Hún sagði að eina ástæðan fyrir því að fella ætti málið niður væri að Adams gæti aðstoðað Trump með einhverjum hætti. Hún sakaði ráðuneytið um að skapa hættulegt fordæmi og sagði dómstóla ólíklega til að samþykkja niðurfellinguna. Sassoon vísaði einnig til fundar sem haldinn var í lok janúar, sem sóttur var af starfandi aðstoðarríkissaksóknara, lögmönnum Adams og saksóknurum, þar sem lögmenn borgarstjórans töluðu berum orðum um að hann gæti aðstoðað Trump, en eingöngu ef málið yrði fellt niður. Þá hafi Emil Bove, áðurnefndur starfandi aðstoðarríkissaksóknari skammað saksóknara fyrir að skrifa niður minnispunkta á fundinum og gert þá upptæka að honum loknum. Gaf saksóknurum klukkutíma til að skrifa undir Hagan Scotten, saksóknarinn sem leiddi rannsóknina gegn Adams, sagði sömuleiðis af sér og sendi Bove einnig bréf. Þar fór hann líka hörðum orðum um skipunina og sagði hana ekki samkvæmt lögum og venjum. Í uppsagnarbréfi sínu skrifaði Scotten að sá lögmaður sem framfylgdi skipuninni væri annað hvort „fífl“ eða „heigull“. Í kjölfarið var ákvörðunin um að láta málið niður falla lögð á borð sérstakrar skrifstofu saksóknara í Washington sem hefur það hlutverk að halda utan um lögsóknir gegn embættismönnum fyrir spillingu. Báðir saksóknararnir sem leiddu deildina sögðu af sér í stað þess að framfylgja skipun dómsmálaráðuneytisins og þrír aðrir lögmenn fylgdu þeim eftir. Eric Adams á fundi með Thomas Homan í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna.AP/Ed Reed Washington Post segir að Bove hafi þá kallað aðra starfsmenn deildarinnar á sinn fund og skipað þeim að finna út úr því hver ætti að fara með niðurfellinguna fyrir dómara. Þeir sem vildu ekki gera það yrðu reknir og þeir sem gerðu það yrðu hækkaðir í tign. AP fréttaveitan segir Bove hafa gefið lögmönnunum klukkutíma til að finna tvo til að skrifa undir kröfuna til dómarans og það virðist hafa gengið eftir. Fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni að í fyrstu hafi hópurinn ákveðið að segja upp, allir sem einn. Eldri saksóknari hafi þó stigið fram og sagst ætla að skrifa undir, ásamt öðrum, svo yngra starfsfólkið myndi ekki missa vinnuna. Krafan ber nöfn Edward Sullivan og Antoinette Bacon, sem hafa bæði starfað lengi hjá deildinni. Kalla eftir afsögn Adams Áköll eftir því að Adams stígi til hliðar verða sífellt hærri. Á meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Adams, eða að Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, víki honum úr embætti eru embættismenn og stjórnmálamenn frá New York borg. Antonio Delgado, aðstoðarríkisstjóri, segir augljóst að Adams geti ekki lengur þjónað íbúum borgarinnar með hag þeirra og New York í huga. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, sem er frá New York, hefur sömuleiðis sagt að borgarstjórinn ógni öryggi íbúa New York. Segi hann ekki af sér verði að víkja honum úr embætti. Fyrri sitt leyti hafði Hochul sagt að hún ætlaði sér ekki að víkja Adams úr embætti, þar til í gær. Þá sagði hún málið mjög alvarlegt og vildi ekki útiloka að víkja honum úr embætti. Hún þyrfti að skoða málið alvarlega. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs en nýir forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa lýst því yfir opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Til marks um það mætti Adams í viðtal á Fox News í gær, þar sem hann sat við hlið Thomas Homan, sem Trump hefur skipað í embætti „landamærakeisara“ og hefur það hlutverk að draga úr flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna. Þar lýsti Adams því yfir að hann ætlaði að vinna með ríkisstjórninni. Homan sagði í viðtalinu að ef Adams starfaði ekki með þeim, myndi Homan fara til New York. „Og við munum ekki sitja á neinum sófa. Ég verð á skrifstofunni hans, ofan í hálsmálinu á honum, spyrjandi: Hvað í helvítinu varð um samkomulagið okkar?“ sagði Homan. Sagði hættulegt fordæmi skapast Danielle R. Sassoon, sem tók við embætti æðsta saksóknara Manhattan eftir að Trump tók við embætti, sagðist í bréfi sem hún sendi ráðuneytinu að hún gæti ekki framfylgt skipunni þar sem hún sagði hana ekki byggja á gildum grunni. Í bréfinu, sem lesa má hér á vef New York Times, sagði hún að ástæðan sem forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu gefið væru slíkar að hún gæti ekki tekið þátt í þeim. Hún sagði að eina ástæðan fyrir því að fella ætti málið niður væri að Adams gæti aðstoðað Trump með einhverjum hætti. Hún sakaði ráðuneytið um að skapa hættulegt fordæmi og sagði dómstóla ólíklega til að samþykkja niðurfellinguna. Sassoon vísaði einnig til fundar sem haldinn var í lok janúar, sem sóttur var af starfandi aðstoðarríkissaksóknara, lögmönnum Adams og saksóknurum, þar sem lögmenn borgarstjórans töluðu berum orðum um að hann gæti aðstoðað Trump, en eingöngu ef málið yrði fellt niður. Þá hafi Emil Bove, áðurnefndur starfandi aðstoðarríkissaksóknari skammað saksóknara fyrir að skrifa niður minnispunkta á fundinum og gert þá upptæka að honum loknum. Gaf saksóknurum klukkutíma til að skrifa undir Hagan Scotten, saksóknarinn sem leiddi rannsóknina gegn Adams, sagði sömuleiðis af sér og sendi Bove einnig bréf. Þar fór hann líka hörðum orðum um skipunina og sagði hana ekki samkvæmt lögum og venjum. Í uppsagnarbréfi sínu skrifaði Scotten að sá lögmaður sem framfylgdi skipuninni væri annað hvort „fífl“ eða „heigull“. Í kjölfarið var ákvörðunin um að láta málið niður falla lögð á borð sérstakrar skrifstofu saksóknara í Washington sem hefur það hlutverk að halda utan um lögsóknir gegn embættismönnum fyrir spillingu. Báðir saksóknararnir sem leiddu deildina sögðu af sér í stað þess að framfylgja skipun dómsmálaráðuneytisins og þrír aðrir lögmenn fylgdu þeim eftir. Eric Adams á fundi með Thomas Homan í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna.AP/Ed Reed Washington Post segir að Bove hafi þá kallað aðra starfsmenn deildarinnar á sinn fund og skipað þeim að finna út úr því hver ætti að fara með niðurfellinguna fyrir dómara. Þeir sem vildu ekki gera það yrðu reknir og þeir sem gerðu það yrðu hækkaðir í tign. AP fréttaveitan segir Bove hafa gefið lögmönnunum klukkutíma til að finna tvo til að skrifa undir kröfuna til dómarans og það virðist hafa gengið eftir. Fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni að í fyrstu hafi hópurinn ákveðið að segja upp, allir sem einn. Eldri saksóknari hafi þó stigið fram og sagst ætla að skrifa undir, ásamt öðrum, svo yngra starfsfólkið myndi ekki missa vinnuna. Krafan ber nöfn Edward Sullivan og Antoinette Bacon, sem hafa bæði starfað lengi hjá deildinni. Kalla eftir afsögn Adams Áköll eftir því að Adams stígi til hliðar verða sífellt hærri. Á meðal þeirra sem hafa kallað eftir afsögn Adams, eða að Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, víki honum úr embætti eru embættismenn og stjórnmálamenn frá New York borg. Antonio Delgado, aðstoðarríkisstjóri, segir augljóst að Adams geti ekki lengur þjónað íbúum borgarinnar með hag þeirra og New York í huga. Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez, sem er frá New York, hefur sömuleiðis sagt að borgarstjórinn ógni öryggi íbúa New York. Segi hann ekki af sér verði að víkja honum úr embætti. Fyrri sitt leyti hafði Hochul sagt að hún ætlaði sér ekki að víkja Adams úr embætti, þar til í gær. Þá sagði hún málið mjög alvarlegt og vildi ekki útiloka að víkja honum úr embætti. Hún þyrfti að skoða málið alvarlega.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira