Kallar eftir evrópskum her Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 15:01 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Matthias Schrader Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð. Selenskí kallaði einnig eftir því að Evrópa myndaði sameiginlegan herafla og hvatti leiðtoga heimsálfunnar til að taka eigin framtíð í sínar hendur. Ekki væri hægt að treysta því að Bandaríkjamenn myndu hafa hag Evrópu í huga. Trump lýsti því yfir í vikunni að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og þeir hafi verið sammála um að hefja friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá neitaði hann í kjölfarið að segja að Úkraína yrði jafn aðili að viðræðunum og ýjaði að því að Úkraínumenn hefðu gert mistök með því að „fara í þetta stríð“. Í kjölfar þess að ræðu sem Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hélt á öryggisráðstefnunni þar sem hann útilokaði meðal annars aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu hafa Trump-liðar staðið frammi fyrir gagnrýni um að hafa gefið of mikið eftir áður en viðræðurnar hófust. Sjá einnig: Sýndi á spilin fyrir viðræður Hegseth dró ummæli sín svo til baka og JD Vance, varaforseti, hélt því fram að í viðtali að ef Pútín neitaði að tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, myndu Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Trump lýsti því svo yfir að Selenskí myndi hafa sæti við borðið. Þrátt fyrir það lýsti hann því einnig yfir að hann teldi að Pútín myndi aldrei samþykkja inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði Pútín áhrifamestan innan NATO Í ræðu sinni vék Selenskí sér að ummælum Trumps um að Pútín myndi ekki sætta sigi við inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði hann að ekki ætti að taka aðild ríkisins að bandalaginu af borðinu. Sagði hann að svo virtist sem áhrifamesti aðilinn innan NATO væri Pútín, þar sem duttlungar hans hefðu gífurleg áhrif á ákvarðanatöku innan bandalagsins. Sjá einnig: Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Selenskí nefndi einnig að þegar hann ræddi við Trump, eftir símtal bandaríska forsetans og Pútíns, hafi Trump aldrei nefnt að Evrópa þyrfti að eiga sæti á borðinu. „Það segir sitt,“ sagði Selenskí. „Gömlu dagarnir þar sem Bandaríkin studdu Evrópu af því að þeir hafa alltaf gert það eru liðnir.“ Hann sagði Evrópu þurfa að vaxa ásmegin svo Bandaríkjamenn teldu sig hafa hag af því að styðja heimsálfuna. Það gæti Evrópa eingöngu gert í sameiningu. Hann sagði ljóst að sumir í Evrópu væru pirraðir út í Brussel en öllum ætti að vera ljóst að hin hliðin á þeim peningi væri Moskva. „Moskva mun slíta Evrópu sundur ef við, sem Evrópubúar, treystum ekki hvorum öðrum.“ Þurfa aðstoð Selenskí hefur sagt að án aðstoðar Bandaríkjanna ættu Úkraínumenn erfitt með að halda aftur af Rússum. Þrátt fyrir að her Úkraínu hefði stöðvað Rússa, þyrftu þeir aðstoð og beindi hann orðum sínum að Evrópu. Selenskí spurði gesti ráðstefnunnar, ráðamenn Evrópu, hvort herir þeirra yrðu væru tilbúnir ef Rússar gerðu árás á þá, hvort sem hún yrði fyrir opnum tjöldum eða dulbúin. „Ég er stoltur af Úkraínu og þjóð okkar. Ég spyr ykkur og bið ykkur um að svara af heiðarleika: Ef Rússar réðust á ykkur, gætu herir ykkar barist eins?“ „Ég vona að enginn muni þurfa að komast að því. Þess vegna tölum við um öryggistryggingar. Þess vegna teljum við að kjarni hvers kyns öryggistryggingar fyrir Úkraínu yrði að vera aðild að NATO. Ef ekki, þá aðstæður sem gera okkur kleift að byggja upp nýtt NATO, hér í Úkraínu.“ Selenskí benti á í ræðu sinni að fyrir stríðið hefðu margir dregið í efa að stofnanir Úkraínu myndu þola þrýstinginn frá Rússlandi. Á endanum hefði það þó verið Pútín sem hefði þurft að verjast vopnaðri uppreisn í Rússlandi. Hann hafi þurft að verja höfuðborg sína fyrir einum af hans eigin stríðsherrum. Hann sagði enga erlenda heri berjast með Úkraínumönnum, þó margir erlendir sjálfboðaliðar og málaliðar hafi gengið til liðs við Úkraínu, en þrátt fyrir það hefðu þeir fellt nærri því 250 þúsund rússneska hermenn og fleiri en sex hundruð þúsund hefðu særst. Hluta ræðu Selenskís má sjá í spilaranum hér að neðan. Áhugasamir geta hlustað á hana alla hér. Kominn tími á sameiginlegan herafla Selenskí sagði Rússa ætla sér að stofna fjölda nýrra herdeilda, sem samsvaraði um 150 þúsund hermönnum. Það væri fleiri fjöldi hermanna en finna mætti í herjum flestra ríkja Evrópu. „Ef þetta stríð fer á rangan veg, mun hann [Pútín] búa yfir miklum fjölda vanra hermanna sem þekkja ekkert nema dráp og rán.“ Selenskí sagði framgöngu hers Úkraínu gegn Rússum sýna fram á að grundvöllur fyrir evrópskum her væri til staðar. Aðrir leiðtogar Evrópu hafa áður rætt stofnun slíks herafla og nú væri tíminn kominn. Forsetinn endaði ræðu sína á því að segja Pútín vera lygara. „Pútín lýgur. Hann er fyrrisjáanlegur og veikburða. Við verðum að nota það núna, ekki síðar. Við verðum að grípa til aðgerða sem Evrópa, ekki sundrað fólk." Putin lies. He is predictable and weak. We must use that—now, not later. We must act as Europe, not as separate people. Some say that the new year doesn’t start on January 1, but with the Munich Security Conference. This new year starts now—let it be the year of Europe. United,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 15, 2025 Býst ekki við að Evrópa sitji við borðið Financial Times segir ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða varðandi öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Þar er átt við hversu marga hermenn ríki Evrópu geti sent til Úkraínu sem mögulega friðargæsluliða, hvurslags vopn þau geti sent og slíkt. Þá spyrja Bandaríkjamenn einnig hvernig öryggistryggingu Evrópa geti yfir höfuð veitt Úkraínu. Hvernig það myndi líta út, þar sem Bandaríkjamenn vilja ekki að NATO komi nálægt slíkum tryggingum. Keith Kellog, sérstakur erindreki Trumps varðandi Úkraínu, mun ferðast um Evrópu í næstu viku og ræða við ráðamenn þar. Hann sagði í München í dag að hann byggist ekki við því að Evrópa hefði í raun sæti við borðið í viðræðunum en hann vildi tryggja að tekið yrði tillit til sjónarmiða þeirra. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður NATO Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Selenskí kallaði einnig eftir því að Evrópa myndaði sameiginlegan herafla og hvatti leiðtoga heimsálfunnar til að taka eigin framtíð í sínar hendur. Ekki væri hægt að treysta því að Bandaríkjamenn myndu hafa hag Evrópu í huga. Trump lýsti því yfir í vikunni að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og þeir hafi verið sammála um að hefja friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá neitaði hann í kjölfarið að segja að Úkraína yrði jafn aðili að viðræðunum og ýjaði að því að Úkraínumenn hefðu gert mistök með því að „fara í þetta stríð“. Í kjölfar þess að ræðu sem Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Trumps, hélt á öryggisráðstefnunni þar sem hann útilokaði meðal annars aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu hafa Trump-liðar staðið frammi fyrir gagnrýni um að hafa gefið of mikið eftir áður en viðræðurnar hófust. Sjá einnig: Sýndi á spilin fyrir viðræður Hegseth dró ummæli sín svo til baka og JD Vance, varaforseti, hélt því fram að í viðtali að ef Pútín neitaði að tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, myndu Bandaríkjamenn herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Trump lýsti því svo yfir að Selenskí myndi hafa sæti við borðið. Þrátt fyrir það lýsti hann því einnig yfir að hann teldi að Pútín myndi aldrei samþykkja inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði Pútín áhrifamestan innan NATO Í ræðu sinni vék Selenskí sér að ummælum Trumps um að Pútín myndi ekki sætta sigi við inngöngu Úkraínu í NATO. Sagði hann að ekki ætti að taka aðild ríkisins að bandalaginu af borðinu. Sagði hann að svo virtist sem áhrifamesti aðilinn innan NATO væri Pútín, þar sem duttlungar hans hefðu gífurleg áhrif á ákvarðanatöku innan bandalagsins. Sjá einnig: Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Selenskí nefndi einnig að þegar hann ræddi við Trump, eftir símtal bandaríska forsetans og Pútíns, hafi Trump aldrei nefnt að Evrópa þyrfti að eiga sæti á borðinu. „Það segir sitt,“ sagði Selenskí. „Gömlu dagarnir þar sem Bandaríkin studdu Evrópu af því að þeir hafa alltaf gert það eru liðnir.“ Hann sagði Evrópu þurfa að vaxa ásmegin svo Bandaríkjamenn teldu sig hafa hag af því að styðja heimsálfuna. Það gæti Evrópa eingöngu gert í sameiningu. Hann sagði ljóst að sumir í Evrópu væru pirraðir út í Brussel en öllum ætti að vera ljóst að hin hliðin á þeim peningi væri Moskva. „Moskva mun slíta Evrópu sundur ef við, sem Evrópubúar, treystum ekki hvorum öðrum.“ Þurfa aðstoð Selenskí hefur sagt að án aðstoðar Bandaríkjanna ættu Úkraínumenn erfitt með að halda aftur af Rússum. Þrátt fyrir að her Úkraínu hefði stöðvað Rússa, þyrftu þeir aðstoð og beindi hann orðum sínum að Evrópu. Selenskí spurði gesti ráðstefnunnar, ráðamenn Evrópu, hvort herir þeirra yrðu væru tilbúnir ef Rússar gerðu árás á þá, hvort sem hún yrði fyrir opnum tjöldum eða dulbúin. „Ég er stoltur af Úkraínu og þjóð okkar. Ég spyr ykkur og bið ykkur um að svara af heiðarleika: Ef Rússar réðust á ykkur, gætu herir ykkar barist eins?“ „Ég vona að enginn muni þurfa að komast að því. Þess vegna tölum við um öryggistryggingar. Þess vegna teljum við að kjarni hvers kyns öryggistryggingar fyrir Úkraínu yrði að vera aðild að NATO. Ef ekki, þá aðstæður sem gera okkur kleift að byggja upp nýtt NATO, hér í Úkraínu.“ Selenskí benti á í ræðu sinni að fyrir stríðið hefðu margir dregið í efa að stofnanir Úkraínu myndu þola þrýstinginn frá Rússlandi. Á endanum hefði það þó verið Pútín sem hefði þurft að verjast vopnaðri uppreisn í Rússlandi. Hann hafi þurft að verja höfuðborg sína fyrir einum af hans eigin stríðsherrum. Hann sagði enga erlenda heri berjast með Úkraínumönnum, þó margir erlendir sjálfboðaliðar og málaliðar hafi gengið til liðs við Úkraínu, en þrátt fyrir það hefðu þeir fellt nærri því 250 þúsund rússneska hermenn og fleiri en sex hundruð þúsund hefðu særst. Hluta ræðu Selenskís má sjá í spilaranum hér að neðan. Áhugasamir geta hlustað á hana alla hér. Kominn tími á sameiginlegan herafla Selenskí sagði Rússa ætla sér að stofna fjölda nýrra herdeilda, sem samsvaraði um 150 þúsund hermönnum. Það væri fleiri fjöldi hermanna en finna mætti í herjum flestra ríkja Evrópu. „Ef þetta stríð fer á rangan veg, mun hann [Pútín] búa yfir miklum fjölda vanra hermanna sem þekkja ekkert nema dráp og rán.“ Selenskí sagði framgöngu hers Úkraínu gegn Rússum sýna fram á að grundvöllur fyrir evrópskum her væri til staðar. Aðrir leiðtogar Evrópu hafa áður rætt stofnun slíks herafla og nú væri tíminn kominn. Forsetinn endaði ræðu sína á því að segja Pútín vera lygara. „Pútín lýgur. Hann er fyrrisjáanlegur og veikburða. Við verðum að nota það núna, ekki síðar. Við verðum að grípa til aðgerða sem Evrópa, ekki sundrað fólk." Putin lies. He is predictable and weak. We must use that—now, not later. We must act as Europe, not as separate people. Some say that the new year doesn’t start on January 1, but with the Munich Security Conference. This new year starts now—let it be the year of Europe. United,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 15, 2025 Býst ekki við að Evrópa sitji við borðið Financial Times segir ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða varðandi öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Þar er átt við hversu marga hermenn ríki Evrópu geti sent til Úkraínu sem mögulega friðargæsluliða, hvurslags vopn þau geti sent og slíkt. Þá spyrja Bandaríkjamenn einnig hvernig öryggistryggingu Evrópa geti yfir höfuð veitt Úkraínu. Hvernig það myndi líta út, þar sem Bandaríkjamenn vilja ekki að NATO komi nálægt slíkum tryggingum. Keith Kellog, sérstakur erindreki Trumps varðandi Úkraínu, mun ferðast um Evrópu í næstu viku og ræða við ráðamenn þar. Hann sagði í München í dag að hann byggist ekki við því að Evrópa hefði í raun sæti við borðið í viðræðunum en hann vildi tryggja að tekið yrði tillit til sjónarmiða þeirra.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður NATO Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira