Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 10:23 Mexíkóflói eða Ameríkuflói? Svarið getur skipt sköpum. Google Maps Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira
Ástæðan er ákvörðun ritstjórnarinnar að halda áfram að nota heitið „Mexíkóflói“ í stað þess að beygja sig undir fyrirskipun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að flóinn skuli hér eftir heita „Ameríkuflói“. „Það eru forréttindi að fá flytja fréttir úr Hvíta húsinu,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, í síðustu viku. „Enginn á rétt á því að ganga inn á skrifstofu forsetans og spyrja hann spurninga. Það er eitthvað sem mönnum er boðið að gera.“ Leavitt sagðist hafa verið afar skýr með það frá fyrsta degi að þeir fjölmiðlar sem yrðu uppvísir að „lygum“ yrðu gerðir brottrækir úr fjölmiðlaaðstöðunni. Og nú væri það staðreynd málsins að umræddur flói héti Ameríkuflói. Julie Pace, aðalritstjóri AP, hefur sent Hvíta húsinu erindi þar sem ákvörðuninni er harðlega mótmælt. Bendir hún á að að sé kjarni fyrsta ákvæðis stjórnarskrárinnar að stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða og refsað einstaklingum og fjölmiðlum fyrir það sem þeir segja. Stjórnendur bandaríska vefmiðilsins Axios, sem var stofnaður af fyrrverandi blaðamönnum Politico, hafa tilkynnt að þeir hyggist nota „Ameríkuflói“, enda sé lesendahópur miðilsins aðallega bandarískur. Erlendir miðlar virðast margir hverjir hafa ákveðið að nota áfram „Mexíkóflói“ en fyrirtæki á borð við Google feta miðjuveg og nota bæði, eftir því hvar notendur eru í heiminum. Þannig fá Íslendingar til að mynda upp „Gulf of Mexico (Gulf of America)“ ef þeir leita að flóanum á Google Maps.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Sjá meira