Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 09:40 Mordechai Brafman ók um Miami Beach og taldi sig hafa séð tvo Palestínubúa. Hann stoppaði bílinn, steig út og skaut sautján sinnum á bíl mannanna sem reyndust vera Ísraelar. Getty Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Reuters fjalla um málið. Skotárásin áttir sér stað aðfaranótt sunnudags í borginni Miami Beach á hinum fjölfarna Alton-vegi sem er vinsæll meðal ferðamanna. Á vefsíðu lögregluyfirvalda í Miami-Dade-sýslu kemur fram að hinn grunaði heiti Mordechai Brafman og sé 27 ára hvítur karlmaður af gyðingaættum. Hann ku vera giftur og starfar sem pípulagningarmaður. Í lögregluskýrslu frá lögreglunni í Miami Beach kemur fram að Brafman hafi sagt við lögreglu að hann hafi verið að keyra trukkinn sinn þegar hann sá tvær manneskjur sem hann taldi vera Palestínubúa. Sagðist hann hafa stoppað, skotið á bílinn og drepið þá. Brafman skaut sautján sinnum á bíl mannanna áður en hann yfirgaf vettvang. Fórnarlömb skotárásarinnar lifðu hins vegar af. Annað þeirra fékk skot í öxlina og hitt var skotið í framhandlegginn. Mennirnir reyndust sömuleiðis ekki vera Palestínubúar heldur ísraelskir ferðamenn. „Drepum alla Araba“ Annar þeirra, Ari Rabey, ræddi við CBS News á mánudag og sagðist hafa verið á ferðalagi með föður sínum þegar skotið var á þá. „Búmm búmm búmm búmm. Ég var skotinn í öxlina. Ein kúlnanna fór rétt framhjá höfði föður míns,“ sagði Rabey við fjölmiðla gegnum frænda sinn sem túlkaði fyrir hann. Það sem flækir atvikið frekar er að eftir skotárásina skrifaði Rabey færslu á Facebook þar sem hann sagði þá feðga hafa lent í árás vegna andgyðinglegra viðhorfa. Þá klykkti hann út með orðunum „drepum alla Araba.“ Nihad Awad, framkvæmdastjóri Nefndar um amerísk-íslömsk samskipti (CAIR), hefur kallað eftir því Blafman verði ákærður fyrir hatursglæp í málinu. Þá hefur verið vakin athygli á því hve kaldhæðnislegt sé að bæði Blafman og Rabey, sem bæði hafa lýst sig fylgjandi málstað Ísraels, hefðu rasísk and-palestínsk viðhorf. Ironically, the victims were Israeli tourists. And right after being shot, they took to social media chanting 'Death to Arabs.' You can't make this up. This is the result of anti-Palestinian hate & indoctrination that sadly runs deep in Israel and pro-Israel communities in U.S. pic.twitter.com/y13D6aM96Y— Kashif Chaudhry (@KashifMD) February 17, 2025 Talsmenn mannréttindahópa segja hatur í gað múslima, Palestínubúa og gyðinga hafa aukist í Bandaríkjunum frá því að átök milli Ísraela og Palestínumanna stigmögnuðust eftir árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023.
Skotárásir í Bandaríkjunum Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira