Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 10:25 Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms, hefur staðið í málaferlum á hendur Sólveigu G. Pétursdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Þórði Má Jóhannessyni. Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Lyfjablóms ehf. á hendur þeim Þórði Má Jóhannessyni fjárfestis og Sólveigu Guðrúnu Pétursdóttur fyrrverandi ráðherra. Hæstiréttur telur málið ekki hafa nægilega almennt gildi og ekkert bendi til þess að dómur Landsréttar sé rangur. Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Þúfubjargsfléttan meinta Lyfjablóm krafðist annars vegar átta hundruð milljóna króna vegna kaupa félagsins á sínum tíma á helmingi hlutafjár í einkahlutafélaginu Þúfubjargi af Fjárfestingarfélaginu Brekku ehf., sem Þórður Már var í forsvari fyrir. Nafni Þúfubjargs ehf. var síðan breytt í Gnúp fjárfestingarfélag ehf. Kaupverðið á helmingshlut Lyfjablóms ehf. í Þúfubjargi ehf. var átta hundruð milljónir króna. Í kröfum Lyfjablóms sagði að kaupin hafi verið hluti af viðskiptafléttu sem nefnd hefur verið Þúfubjargsfléttan. Um hafi verið að ræða þaulskipulagða fléttu sem hafi falið í sér að félög í samstæðu Lyfjablóms hafi í raun fjármagnað hlutafjárframlag Þórðar í Þúfubjargi ehf. á þann máta að eigið fé þess félags hafi í raun verið minna en gefið hafi verið upp. Meint röng reikningsskil Hinn hluti kröfunnar hljóðaði upp á einn og hálfan milljarð króna vegna taps hluthafa sem Lyfjablóm taldi hafa orðið vegna rangra reikningsskila sem hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fjárhagsstöðu og áhættu félagsins þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir stöðu afleiðusamninga með hlutabréf og gjaldmiðla. Í slíkum viðskiptum felist mikil áhætta þar sem engin takmörk séu sett fyrir því tapi sem kunni að verða með tilliti til þróunar verðmæta á samningstíma. Lyfjablóm ehf. byggði á því að þar sem mikilvægum upplýsingum um fjárhagsstöðu og áhættu Gnúps fjárfestingafélags hf. var haldið leyndum fyrir félaginu þá hafi það verið blekkt til að leggja Gnúpi fjárfestingafélagi hf. til fjármuni, samtals einn og hálfan milljarða króna, á sama tíma og félagið stefndi í þrot. Tíu milljónir á haus í málskostnað og 2,5 til í Landsrétti Í niðurstöðukafla Landsréttar sagði að hvað varðaði kröfu Lyfjablóms ehf. upp á átta hundruð milljónir króna væri skilyrðum laga til að fella skaðabótskyldu á stefndu á grundvelli sakarreglu ekki fullnægt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa, hvorki hvað varðar greiðslu kaupverðs Þúfubjargs ehf. né í tengslum við hækkun hlutafjár Gnúps fjárfestingafélags hf. Hvað varðaði kröfu upp á einn og hálfan milljarð króna taldi dómurinn ósannað að stefndu bæru skaðabótaábyrgð vegna lántöku sem Lyfjablóm taldi hafa verið gerða á grundvelli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga í ársreikningi. Þá féllst héraðsdómur á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast. Af þeim sökum voru þau sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. og félagið dæmt til að greiða þeim fimm milljónir króna hvoru um sig. Nú hefur Landsréttur sem áður segir staðfest dóm héraðsdóms, með vísan til þessara forsendna, og gert félaginu að greiða Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu 2,5 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti, hvoru um sig. Hæstiréttur merkti ekki almennt gildi Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms, byggði áfrýjunarbeiðni sína á því að málið varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni enda næmu dómkröfur í málinu 2,3 milljörðum króna. Þá hefðu úrslit málsins verulegt almennt gildi og væri án nokkurs vafa fordæmisgefandi á sviði skatta- og hlutafélagaréttar, meðal annars um innborgað hlutafé og ólögmætar úttektir úr félagi, sem og lagareglur um meðferð eigna hlutafélaga. Að lokum taldi Lyfjablóm niðurstöðu Landsréttar bersýnilega ranga enda væri hún með öllu órökstudd og byggð á misskilningi héraðsdóms um tiltekin lykilskjöl í málinu. Hæstiréttur taldi hvorki uppfyllt skilyrði um verulegt almennt gildi né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Lyfjablóms. Þá væri ekki talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Var beiðni um áfrýjunarleyfi því hafnað. Dómsmál Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Málið tengist fjárfestingarfélaginu Gnúpi sem stofnað var árið 2006 og var á sínum tíma eitt stærsta einkarekna fjárfestingarfélag landsins. Félagið Lyfjablóm ehf., sem hét áður Björn Hallgrímsson ehf., átti 47 prósent hlut í Gnúpi, en stefndi Þórður Már gegndi forstjórastöðu í félaginu. Eigendur Lyfjablóms ehf. voru börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið. Sólveig Guðrún Pétursdóttir er ekkja Kristins og situr í óskiptu búi eftir andlát hans árið 2015. Þess má einnig geta að Sólveig var dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 1999 til 2003 og forseti Alþingis á árunum 2005 til 2007, á þeim tíma sem hinir umdeildu viðskiptagerningar voru framkvæmdir. Þúfubjargsfléttan meinta Lyfjablóm krafðist annars vegar átta hundruð milljóna króna vegna kaupa félagsins á sínum tíma á helmingi hlutafjár í einkahlutafélaginu Þúfubjargi af Fjárfestingarfélaginu Brekku ehf., sem Þórður Már var í forsvari fyrir. Nafni Þúfubjargs ehf. var síðan breytt í Gnúp fjárfestingarfélag ehf. Kaupverðið á helmingshlut Lyfjablóms ehf. í Þúfubjargi ehf. var átta hundruð milljónir króna. Í kröfum Lyfjablóms sagði að kaupin hafi verið hluti af viðskiptafléttu sem nefnd hefur verið Þúfubjargsfléttan. Um hafi verið að ræða þaulskipulagða fléttu sem hafi falið í sér að félög í samstæðu Lyfjablóms hafi í raun fjármagnað hlutafjárframlag Þórðar í Þúfubjargi ehf. á þann máta að eigið fé þess félags hafi í raun verið minna en gefið hafi verið upp. Meint röng reikningsskil Hinn hluti kröfunnar hljóðaði upp á einn og hálfan milljarð króna vegna taps hluthafa sem Lyfjablóm taldi hafa orðið vegna rangra reikningsskila sem hafi ekki veitt réttar upplýsingar um fjárhagsstöðu og áhættu félagsins þar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir stöðu afleiðusamninga með hlutabréf og gjaldmiðla. Í slíkum viðskiptum felist mikil áhætta þar sem engin takmörk séu sett fyrir því tapi sem kunni að verða með tilliti til þróunar verðmæta á samningstíma. Lyfjablóm ehf. byggði á því að þar sem mikilvægum upplýsingum um fjárhagsstöðu og áhættu Gnúps fjárfestingafélags hf. var haldið leyndum fyrir félaginu þá hafi það verið blekkt til að leggja Gnúpi fjárfestingafélagi hf. til fjármuni, samtals einn og hálfan milljarða króna, á sama tíma og félagið stefndi í þrot. Tíu milljónir á haus í málskostnað og 2,5 til í Landsrétti Í niðurstöðukafla Landsréttar sagði að hvað varðaði kröfu Lyfjablóms ehf. upp á átta hundruð milljónir króna væri skilyrðum laga til að fella skaðabótskyldu á stefndu á grundvelli sakarreglu ekki fullnægt. Engri saknæmri háttsemi hafi verið til að dreifa, hvorki hvað varðar greiðslu kaupverðs Þúfubjargs ehf. né í tengslum við hækkun hlutafjár Gnúps fjárfestingafélags hf. Hvað varðaði kröfu upp á einn og hálfan milljarð króna taldi dómurinn ósannað að stefndu bæru skaðabótaábyrgð vegna lántöku sem Lyfjablóm taldi hafa verið gerða á grundvelli rangra eða ófullnægjandi upplýsinga í ársreikningi. Þá féllst héraðsdómur á málsástæður Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar um að allar kröfur á hendur þeim væru ýmist fyrndar, málshöfðunarfrestur þeirra runninn út, fallnar niður fyrir tómlæti eða þær hefðu einfaldlega ekki stofnast. Af þeim sökum voru þau sýknuð af öllum kröfum Lyfjablóms ehf. og félagið dæmt til að greiða þeim fimm milljónir króna hvoru um sig. Nú hefur Landsréttur sem áður segir staðfest dóm héraðsdóms, með vísan til þessara forsendna, og gert félaginu að greiða Þórði Má og Sólveigu Guðrúnu 2,5 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti, hvoru um sig. Hæstiréttur merkti ekki almennt gildi Björn Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Lyfjablóms, byggði áfrýjunarbeiðni sína á því að málið varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni enda næmu dómkröfur í málinu 2,3 milljörðum króna. Þá hefðu úrslit málsins verulegt almennt gildi og væri án nokkurs vafa fordæmisgefandi á sviði skatta- og hlutafélagaréttar, meðal annars um innborgað hlutafé og ólögmætar úttektir úr félagi, sem og lagareglur um meðferð eigna hlutafélaga. Að lokum taldi Lyfjablóm niðurstöðu Landsréttar bersýnilega ranga enda væri hún með öllu órökstudd og byggð á misskilningi héraðsdóms um tiltekin lykilskjöl í málinu. Hæstiréttur taldi hvorki uppfyllt skilyrði um verulegt almennt gildi né að það varðaði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Lyfjablóms. Þá væri ekki talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Var beiðni um áfrýjunarleyfi því hafnað.
Dómsmál Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira