Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:15 Caro-Quintero er sagður hafa staðið að ráninu á Enrique "Kiki" Camarena, sem var pyntaður og myrtur árið 1985. FBI Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira