Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 13:28 Sérfræðingar telja að afturköllun fjárstuðnings muni leiða til dauðsfalla fjölda barna þar sem ekki verður lengur hægt að bólusetja þau gegn lífshættulegum sjúkdómum. EPA Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim. Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim.
Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40