Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 08:37 Fjölskylda í Jabaliya á Gasa brýtur föstu á fyrsta degi Ramadan. AP/Jehad Alshrafi Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira