Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar 3. mars 2025 15:31 Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð frammi fyrir því að velja hvert áfram yrði haldið eftir grunnskóla, var það frekar augljóst hvert ég færi. Ég vissi að Framhaldsskólinn á Húsavík væri minn skóli og ég sé ekki eftir því vali í dag. Hér þekkjumst við öll, bæði nemendur og starfsfólk. Oft á tíðum finnst nýútskrifuðum nemanda úr grunnskóla stórt stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla og ég var þar. Ég fann eins og aðrir fyrir feimni, óöryggi og stressi en síðan reyndist þetta ekkert mál. Starfsfólk og nemendur skólans taka á móti þér líkt og nánasta fjölskyldan þín gerir eftir langa fjarveru frá þeim. Í FSH fá nemendur tækifæri til að blómstra líkt og blóm að vori. Skólinn er eins og lítið samfélag þar sem við þekkjumst öll og það myndast mikil samheldni. NEF er nemendafélagið í FSH og það sér um að efla skólabraginn. Það er einstaklega gott og skemmtilegt félagslíf í FSH. Þegar skólinn byrjar að hausti er nýnemavika og í lok hennar er nýnemaferð sem er alltaf mjög skemmtileg og hún hristir hópinn saman. Fljótlega eftir hana setur leikfélag skólans, Píramus og Þispa, upp leikrit þar sem nemendur leika og skipuleggja allt í kringum leikritið með hjálp kennara og leikstjóra. Í mars eru svo Dillidagar en þeir eru einn af stærstu þáttunum í félagslífi skólans. Á Dillidögum er nemendum skipt í lið og eiga þeir að leysa þrautir alla skólavikuna, safna stigum og síðan lýkur vikunni með glæsilegri árshátíð þar sem bikar er afhentur því liði sem vann Dillidaga. Um miðjan febrúar fóru nemendur ásamt kennurum í vel heppnaða menningarferð til Bessataða. Þegar komið var á Bessastaði fengum við að hitta Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hélt smá ræðu og tók síðan við góðum spurningum frá nemendum og auðvitað fengu nemendur að smella einni mynd með forsetanum. Síðan var farið yfir sögu Bessastaða, minjagripir og gjafir sýndar á meðan labbað var um húsið. Eins og ég hef nefnt hér áður þekkja allir alla í svona litlum skóla og innan veggja skólans verður hópurinn góður og samheldinn. Kennarar vita auðveldlega hvar við erum stödd gagnvart náminu og geta stutt vel við okkur sem er mikill kostur. Í FSH ertu ekki bara kennitala á blaði, hér skiptum við öll máli. Það er auðvelt fyrir okkur nemendur að fá aðgengi að kennurum og starfsfólki skólans. Skrifstofur kennara eru opnar allan skóladaginn og alltaf er í boði að banka upp á og taka spjallið sem er mikill kostur. Ekki má gleyma því að samfélagslegt gildi Framhaldsskólans á Húsavík er mjög mikið og því er það svo mikilvægt að nemendur úr grunnskólanum skili sér í FSH. Allt samfélagið græðir á því og auðvitað verður lífið í skólanum skemmtilegra með fleiri nemendum. Nemendur skólans eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf bæjarins enda eru margir þeirra sem vinna með skólanum. Eins er mikið af íþróttafólki í skólanum sem er áberandi í íþróttastarfi bæjarins og eru lykilleikmenn í blak og knattspyrnuliðum Völsungs. Allt þetta skiptir miklu máli fyrir samfélagið okkar. Ég er þakklátur fyrir að það er framhaldsskóli í mínum heimabæ og ég sé ekki eftir að hafa valið FSH. Þar hef ég vaxið og þroskast á allan hátt og ég tel mig vel tilbúinn til að takast á við næstu áskorun. Höfundur er nemandi við Framhaldsskólann á Húsavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun