Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 16:05 PostNord, póstþjónusta Danmerkur mun hætta bréfasendingum í lok árs. Unsplash/Andersen Jensen PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía. Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía.
Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira