Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 23:43 Rannsókn sem sýndi fram á tengsl milli bóluefna og einhverfu hefur verið afsönnuð. AP/Mary Altaffer Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn. Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Hugmyndir einstaklinga um að bólusetningar valdi einhverfu eru vegna rannsóknar Andrew Wakefield. Hann birti rannsókn árið 1998 og sagði vísbendingar um orsakasamhengi milli bóluefnisins MMR og einhverfu. Þessi niðurstaða Wakefield hefur verið afsönnuð margsinnis. Hann var sviptur læknaleyfi vegna siðferðisbrota og rangfærslna. Einhverfugreiningar hafa aukist í miklum mæli í Bandaríkjunum eftir aldamót samkvæmt Reuters en margir vísindamenn segja aukninguna geta verið vegna víðtækari skimunar og fjölbreyttari hegðun sé nýtt til að greina heilkennið. Rannsóknin kemur í kjölfar mislingafaraldurs í Texas-ríki þar sem yfir tvö hundruð hafa smitast og tveir látist vegna sjúkdómsins, annað þeirra óbólusett barn. Faraldurinn er sá stærsti í ríkinu í tæpa þrjá áratugi og voru þetta fyrstu dauðsföllin í Bandaríkjunum vegna mislinga frá árinu 2015. Robert F. Kennedy yngri er nýskipaður heilbrigðisráðherra og þar af leiðandi yfir sóttvarnarstofnuninni en hann hefur sjálfur opinberlega efast um virkni bóluefna. Til að mynda krafðist hann að Covid-19 bóluefni yrðu tekin úr umferð og hélt því fram að bóluefnið væri það „banvænasta í sögunni.“ Sjá einnig: Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Þá kallaði Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Roberts, frænda sinn hræsnara þegar kæmi að bóluefnum. Robert F. Kennedy hefði ítrekað hvatt foreldra til að bólusetja ekki börnin sín, en lét sjálfur bólusetja sín eigin börn.
Bólusetningar Bandaríkin Vísindi Einhverfa Tengdar fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01 Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Óbólusett barn lést vegna mislinga Ráðamenn í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að ungt og óbólusett barn hefði látið lífið vegna mislinga. Þetta er fyrsta dauðsfallið í mislingafaraldri í Texas sem hófst í lok síðasta mánaðar og fyrsta dauðsfallið vegna mislinga í Bandaríkjunum frá 2015. 26. febrúar 2025 21:01
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30