Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 09:08 Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, við kappræður flokkanna í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á morgun. Vísir/EPA Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35