„Þessi á drapst á einni nóttu“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2025 11:41 Úrgangurinn frá námunni fór hér um áður en hann fór út í Kafueá. AP/Richard Kille Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni. Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir. Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Um er að ræða koparnámu sem rekin er af fyrirtæki sem er að mestu í eigu kínverska ríkisins. Sambía er eitt stærsta koparútflutningsland heims og Kínverjar eru umsvifamiklir þar. Stíflan gaf sig þann 18. febrúar og streymdi þá um fimmtíu milljón lítrar af úrgangi, þar á meðal sýru og þungamálmum, niður Kafueá, eina mikilvægustu á Sambíu. Enn er verið að rannsaka umfang mengunarinnar en AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum þar að mengunin hafi greinst hundrað kílómetrum neðar í ánni. Þar hafa dauðir fiskar rekið á land. Ræktunarland á bökkum árinnar menguðust og hefur það komið niður á uppskeru. Dauðir fiskar hafa rekið á land um hundrað kílómetra frá námunni.AP/Richard Kille Kafue rennur um 1.500 kílómetra gegnum Sambíu en Hakainde Hichilema, forseti ríkisins, hefur beðið um aðstoð vegna mengunarslyssins og segir það ógna fólki og dýraríki sem treystir á ánna. Um sextíu prósent íbúa Sambíu búa á vatnasviði Kafue og treysta á ánna varðandi veiðar, áveitur fyrir landbúnað, fyrir drykkjarvatn og fleira. „Fyrir 18. febrúar var þetta fjörug og lífleg á,“ sagði Sean Cornelius, sem býr við Kafue, við blaðamann AP. „Nú er allt dautt. Það er eins og áin sé algerlega dauð. Ótrúlegt. Þessi á drapst á einni nóttu.“ Flugmenn flughers Sambíu hafa kastað hundruðum tonna af kalki í ánna með því markmiði að það vinni gegn sýrunni og hafa hraðbátar einnig verið notaðir til verksins. Frá koparnámunni þar sem stíflan brast.AP/RIchard Kille Reyndu að hylma yfir annan leka Zhang Peiwen, forstjóri Sino-Metals Leach Zambia, kínverska fyrirtækisins, er sagður hafa fundað með ráðherrum í vikunni og beðist afsökunar. Á fundinum sagði hann að forsvarsmenn fyrirtækisins myndu gera allt sem þeir gætu til að bæta skaðann eins fljótt og hægt væri. Kínversk námufyrirtæki í Sambíu, Kongó, Simbabve og öðrum ríkjum Afríku hafa lengi verið gagnrýnd fyrir slaka umhverfisvernd og að hunsa reglugerðir ríkjanna. Nokkrum dögum eftir slysið í námu Sino-Metals greindist annar minni sýruleki í annarri koparnámu í eigu kínversks fyrirtækis en forsvarsmenn þess hafa verið sakaðir um að reyna að hylma yfir lekann. Lögreglan segir mann hafa látið lífið þegar hann féll ofan í sýru og að þrátt fyrir að forsvarsmönnum námunnar hafi í kjölfarið verið skipað að loka námunni um tíma hafi það ekki verið gert. Tveir kínverskir yfirmenn námunnar hafa verið handteknir.
Sambía Kína Umhverfismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira