Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 12:26 Lögregla er með mikinn viðbúnað við bygginguna þar sem Imamoğlu er haldið. AP/Francisco Seco Lögregla á Tyrklandi handtók í gær Ekrem Imamoğlu, borgarstjóra Istanbul, vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu og tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum. Tyrkland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 100 öðrum í tengslum við málið, samkvæmt ríkisfréttastofunni Anadolu Agency. Stjórnarandstæðingar segja handtökuna pólitíska en gert var ráð fyrir því að Imamoğlu yrði útnefndur forsetaefni Repúblikanaflokksins (CHP) þann 23. mars næstkomandi. Özgür Özel, formaður CHP, segir handtökuna ekkert annað en valdarán. Fjöldafundir hafa verið bannaðir í Istanbul í fjóra daga, líklega til að koma í veg fyrir mótmæli vegna handtökunnar, og þá hafa stjórnvöld takmarkað aðgengi landsmanna að samfélagsmiðlum. Borgarstjórinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu.Getty/Oliver Berg Áður en Imamoğlu var handtekinn var hann sviptur háskólagráðu sinni við Istanbul University en háskólagráða er eitt af þeim skilyrðum sem forsetaframbjóðendur þurfa að uppfylla. „Það styttist í þá daga þar sem þeir sem tóku þessa ákvörðun verða látnir sæta ábyrgð af sögunni og fyrir dómstólum,“ sagði Imamoğlu þá á samfélagsmiðlum. „Barátta fólksins, sem þyrstir í réttlæti, lög og lýðræði, verður ekki stöðvuð.“ Imamoğlu hefur heitið því að halda baráttu sinni gegn Recep Tayyip Erdogan forseta áfram en Guardian hefur eftir Wolfgang Piccoli, sérfræðingi hjá Teneo, að gráðusviptingin sé til marks um að Erdogan geri sér grein fyrir því að hann geti ekki unnið í sanngjörnum kosningum.
Tyrkland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira