Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. mars 2025 06:58 Yfir 600 hafa látist í árásum Ísraelshers frá því að Ísraelsmenn rufu vopnahléið. Getty/NurPhoto/Majdi Fathi Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira