Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar 25. mars 2025 11:31 Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Það er mjög valdeflandi fyrir starfsfólk og nemendur og hluti af þeirri hugmynd að HÍ sé sjálfstætt samfélag. Skerpir á því sem er sameiginlegt (eða hvað, sjá neðar). Allir frambjóðendur voru og eru vel hæfir og gætu allir hafa staðið sig vel (nýyrði - forystuauður). Bæði Magnús og Silja eru góð rektorsefni og munu geta talað máli háskólasamfélagsins út á við og tekist á við þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Eins og í flestum kosningum þá skapast mikil umræða m.a. um hlutverk HÍ (víðtækt!) og stöðu HÍ (bagaleg!), hvað má betur fara og hvað er ágætlega gert (margt!). Þessi umræða smitar út frá sér til almennings og til stjórnvalda. Og einhver blæbrigðamunur er í stefnu þeirra sem bjóða sig fram og þeir hafa sjálfir efalaust lært mikið um það hvernig HÍ er uppbyggður og hvar skóinn kreppir. Hluti af umræðunni undarfarnar vikur er þó af öðrum toga og ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum sem les þessi orð. Hér er átt við straum af yfirlýsingum um ágæti einstaka frambjóðenda og yfirlýsingar um stuðning. HÍ er líka skipt í svið og deildir (herdeildir?) og ljóst er að margir skipa sér í hóp fyrst og fremst eftir því – styðja sinn fulltrúa. Með réttu eða líklega röngu á þeirri forsendu að hann skilji best og geti því sinnt best sínu sviði/fólki. Þeir lýsa yfir stuðningi og mæra mannskosti eins. Slíkur stuðningur er talinn eðlilegur en ef frambjóðendur eru svipað hæfir og stefnumál nánast þau sömu – hvað er þá stuðningurinn annað en það að hafna hinum? Við þetta má bæta kosningaherferðum – endurteknum úthringingum, uppákomum, bæklingum, veggspjöldum, tiktok þetta og tiktok hitt. Kapp er hlaupið í frambjóðendur eða kannski frekar stuðningsfólk, enginn vill vera sá sem er með minnstan yfirlýstan stuðning eða fæstar auglýsingar! Mörgum er ofboðið en þetta er leikjafræði djöfulsins, ef einn gerir mikið, þá þurfa hinir að gera það líka til að vera með. Þannig að kosningar sem ættu að snúast um það sem er sameiginlegt og að finna sameiginlegan þjónandi leiðtoga, fara að snúast um það sem aðskilur. Líkt og prófkjör geta farið illa í stjórnmálaflokka, skapar þetta hættu á óeiningu. Það væri því HÍ til framdráttar að í næstu rektorskosningum reyni frambjóðendur að samstilla betur strengi sína og að þeir sem kjósi beri stuðning sinn (og harm) frekar í hljóði. Sérstaklega ef enginn áþreifanlegur munur er á stefnu. Það ætti ekki að koma niður á mikilvægri umræðu en vera öllum til hagsbóta, ekki síst samstöðu innan skólans. Sem er einmitt eitt af því sem mætti vera meira af. Höfundur er prófessor við HÍ og styður alla til góðra verka.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar