Vance á leið til Grænlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. mars 2025 20:51 JD Vance er varaforseti Bandaríkjanna. EPA JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu. „Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
„Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31