Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 00:05 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36