Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 00:05 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Þetta tilkynnti starfstjórn Grænlands í kvöld. Ekki fylgir yfirlýsingunni hvað veldur. Fyrst stóð til að Ushe Vanve, Mike Walts þjóðaröryggisráðgjafi og Chris Wright orkumálaráðherra ætluðu til Grænlands þann 28. mars. Fyrr í kvöld tilkynnti JD Vance svo að hann ætlaði með og sagði að hópurinn ætlaði einnig að heimsækja bandaríska hermenn á Grænlandi og taka stöðuna á öryggismálum landsins. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin eignist Grænland og að það muni gerast, með einum hætti eða öðrum. Hefur Trump sagt meðal annars sagt það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ sagði Vance í myndbandi sem hann birti fyrr í kvöld. Sjá einnig: Vance á leið til Grænlands Múte Egede, forsætisráðherra Grænlands, hefur brugðist illa við fregnum af ferðinni óformlegu og líkt henni við ögrun. Kannair hafa sýnt að Grænlendingar hafa lítinn áhuga á að ganga inn í Bandaríkin. Þá sagði Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. Bandaríkjamenn væru að setja óásættanlegan þrýsting á bæði Grænland og Danmörku. DR hefur eftir ritstjóra grænlenska miðilsins Sermitsiaq að hann telji að Grænlendingar verði ánægðir með þessa ákvörðun. Margir hafi verið reiðir yfir ætlunum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36