Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 06:42 Trump hefur farið fram og aftur í tollamálum undanfarnar vikur og virðist stundum vera að prófa sig áfram með því að hafa í hótunum og draga svo í land. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að stjórnvöld vestanhafs hygðust leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af Evrópusambandinu og Kanada. „Þetta er slæmt fyrir fyrirtækin, verra fyrir neytendur,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í gær. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, sagði um að ræða „beina árás“ á kanadíska vinnumarkaðinn. „Við munum verja starfsfólkið okkar, við munum verja fyrirtækin okkar, við munum verja landið okkar og við munum gera það saman,“ sagði Carney. Síðar um daginn hótaði Trump frekari tollum ef Evrópusambandið og Kanada mynduðu bandalag um að „vinna efnahagslegan skaða á Bandaríkjunum“. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, sagði stjórnvöld þar í landi íhuga til hvaða aðgerða yrði gripið. „Að sjálfsögðu verða allir möguleikar til skoðunar,“ sagði hann. Tollarnir munu að óbreyttu taka gildi 2. apríl næstkomandi en Trump hefur verið mjög yfirlýsingaglaður í tollamálum frá því að hann tók við embætti og allt eins mögulegt að áætlunin muni taka breytingum. Hlutabréf í mörgum af stærstu bílaframleiðendum heims lækkuðu um þrjú til fimm prósent í kjölfar tilkynningarinnar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hafa 90 prósent Demókrata áhyggjur af aðgerðum forsetans í tollamálum, 69 prósent óháðra og 57 prósent Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Bílar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
„Þetta er slæmt fyrir fyrirtækin, verra fyrir neytendur,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í gær. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, sagði um að ræða „beina árás“ á kanadíska vinnumarkaðinn. „Við munum verja starfsfólkið okkar, við munum verja fyrirtækin okkar, við munum verja landið okkar og við munum gera það saman,“ sagði Carney. Síðar um daginn hótaði Trump frekari tollum ef Evrópusambandið og Kanada mynduðu bandalag um að „vinna efnahagslegan skaða á Bandaríkjunum“. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, sagði stjórnvöld þar í landi íhuga til hvaða aðgerða yrði gripið. „Að sjálfsögðu verða allir möguleikar til skoðunar,“ sagði hann. Tollarnir munu að óbreyttu taka gildi 2. apríl næstkomandi en Trump hefur verið mjög yfirlýsingaglaður í tollamálum frá því að hann tók við embætti og allt eins mögulegt að áætlunin muni taka breytingum. Hlutabréf í mörgum af stærstu bílaframleiðendum heims lækkuðu um þrjú til fimm prósent í kjölfar tilkynningarinnar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hafa 90 prósent Demókrata áhyggjur af aðgerðum forsetans í tollamálum, 69 prósent óháðra og 57 prósent Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Bílar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira