Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2025 21:00 Grindavík Keflavík. Bónus deild karla 2025 körfubolti KKÍ. Keflavík tryggði sér áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni með 114-119 sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Keflavík mun mæta deildarmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og liðin skiptust á að hafa forystuna. Ólafur Björn Gunnlaugsson sá til þess að Þór Þorlákshöfn fór með eins stig forskot, 25-24, inn í annan leikhluta. Áfram var jafnt á öllum tölum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan jöfn 55-55. Jordan Sample dró vagninn í sóknarleik Þórs Þorlákshafnar á meðan Ty-Shon Alexander og Halldór Garðar Hermannsson voru atkvæðamestir hjá Keflavíkurliðinu. Það kviknaði svo hressilega á Ty-Shon Alexander í þriðja leikhluta en hann var kominn með 30 stig þegar leikhlutanum lauk. Spilamennska hans og þá ekki síst þriggja stiga skotnýting hans sem var sjö af tíu sá til þess að Keflavík var sjö stigum yfir, 84-91 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Svo virtist sem Keflavík væri búin að landa sigri í höfn þegar liðið náði 14 stiga forystu 94-108 um miðbik fjórða leikhluta. Heimamenn lögðu hins vegar ekki árar í bát og settu spennu í lokamínútur leiksins og leiktíðarinnar raunar hjá liðinu með því að jafna metin 111-111 þegar um það bil tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflavík var hins vegar sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og innbyrti að lokum fimm stiga sigur, 114-119 sem fleytir liðinu í úrslitakeppni deildarinnar eftir strembna deildarkeppni. Þar mætir liðið Tindastóli sem varð deildarmeistari með sigri gegn Val í kvöld. Það voru nágrannar Keflavíkur, Grindavík, sem komu Keflvíkingum yfir línuna og inn í úrslitakeppnina með sigri gegn KR. Lárus Jónsson: Verð áfram í Þorlákshöfn „Það eru klárlega vonbrigði að vera ekki að fara í úrslitakeppni og ekki síst að geta ekki gefið stuðningsmönnum okkar og sjálfboðaliðum það krydd í tímabilið sem úrslitakeppnin er. Þegar tímabilið er skoðað eru ýmsar ástæður fyrir því að við náðum ekki markmiðum okkar,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar þegar niðurstaðan var ljós. „Við gerðum mögulega mistök við það hvernig við settum liðið saman í upphafi leiktíðar. Síðan lentum við í áföllum í gegnum veturinn. Til að mynda þegar Steve Ho You Fat meiðist og við það urðum við ansi veikir undir körfunni,“ sagði Lárus beðinn um að súmmera tímabilið upp. „Nick Tomsick hefur svo verið að spila meiddur undanfarnar vikur og við gátum tæplega þjösnast meira á honum. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að hvíla hann í þessum leik og veðja á að við myndum vinna án hans. Það tókst ekki og við förum svekktir í snemmbúið sumarfrí,“ sagði þjálfarinn. „Nú er bara að setja þetta tímabil til hliðar, áfram gakk og byrja að byggja upp lið fyrir næstu leiktíð. Það er enginn bilbugur á okkur og við mætum sterkari til leiks næsta vetur. Ég verð áfram í brúnni hjá Þór Þorlákshöfn, ekki nema Jóhanna reki mig. Sjáum hvað setur í þeim efnum,“ sagði Lárus sem hefur stýrt Þórsliðinu frá því vorið 2020. Liðið varð Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2021. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, verður áfram við stjórnvölin þar. Vísir /Pawel Sigurður Ingimundarson: Úrslitakeppnin er önnur skepna „Þetta var ekki frábær frammistaða en við gerðum nóg til þess að vinna og koma okkur þangað sem við vildum, það er í úrslitakeppnina. Við vorum fínir á sóknarhelmingnum en hefðum klárlega getað spilað betri vörn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í sigurvímu að leik loknum. „Þegar ég tók við liðinu settum við okkur það markmið að bæta leik liðsins jafnt og þétt og koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góð tilfinning að hafa náð að landa því markmiði. Nú tekur bara ný keppni við og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Sigurður enn fremur en hann tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni í slæmri stöðu í byrjun febrúar fyrr á þessu ári. „Við ætlum að gera okkur gildandi í úrslitakeppninni og viljum alls ekki vera einhverjir farþegar þar þrátt fyrir að deildarkeppnin hafi verið sveiflukennd hjá okkur. Við erum með gott lið og getum hæglega gert góða hluti í úrslitakeppninni ef við spilum á okkar getu,“ sagði þessi þrautreyndi þjálfari. „Úrslitakeppnin er önnur skepna. Leikirnir verða hægari og líkamlega baráttan meiri. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að stíga upp í varnarleiknum þar og ég hef fulla trú á því að við gerum það,“ sagði hann um framhaldið hjá Keflvíkingum. Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Justas Tamulis steig út af í lokasókn Þórs Þorlákshafnar á keppnistímabilinu og við það létti taugar allra körfuboltaáhugamanna í Keflavík. Keflvíkingar ætluðuð sér stóra hluti á tímabilinu og miklu hefur verið til kostað í liðið og sæti í úrslitakeppni deildarinnar lágmarks krafa í körfuboltasamfélaginu í þessum mikla körfuboltabæ. Stjörnur og skúrkar Ty-Shon Alexander lék á als oddi á sóknarhelmingi vallarins en sama má kannski ekki segja um varnarleikinn hjá honum. Sú staðreynd að hann skoraði 38 stig og setti niður átta af tólf þriggja stiga skotum sínum lætur stuðningsmönnum Keflavíkur gleyma hversu linur hann var í varnarleik sínum. Halldór Garðar Hermannson, Igor Maric og Jaka Brodnik áttu einnig góðan leik fyrir Keflavíkurliðið og settu niður stór skot þegar á þurfti að halda. Jordan Sample, Mustapha Heron og Justas Tamulis drógu vagninn í sóknarleik Þórsarar að þessu sinni. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Sigmundur Már Herbertsson, Jón Þór Eyþórsson og Ingi Björn Jónsson, áttu ágætis leik en fóru kannski helst til oft í skjáinn og voru ekki nógu samrýmdir við nokkrar ákvarðanir sínar. Þeir fá þó sjó í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt í höllina í Þorlákshöfn í kvöld og létt yfir fólk. Stuðningsmenn Þórs verða ekki sakaðir um það að liðið náði ekki ætlunarverki sínu að komast í úrslitakeppni þetta tímabilið. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF
Keflavík tryggði sér áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni með 114-119 sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Keflavík mun mæta deildarmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og liðin skiptust á að hafa forystuna. Ólafur Björn Gunnlaugsson sá til þess að Þór Þorlákshöfn fór með eins stig forskot, 25-24, inn í annan leikhluta. Áfram var jafnt á öllum tölum í öðrum leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan jöfn 55-55. Jordan Sample dró vagninn í sóknarleik Þórs Þorlákshafnar á meðan Ty-Shon Alexander og Halldór Garðar Hermannsson voru atkvæðamestir hjá Keflavíkurliðinu. Það kviknaði svo hressilega á Ty-Shon Alexander í þriðja leikhluta en hann var kominn með 30 stig þegar leikhlutanum lauk. Spilamennska hans og þá ekki síst þriggja stiga skotnýting hans sem var sjö af tíu sá til þess að Keflavík var sjö stigum yfir, 84-91 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Svo virtist sem Keflavík væri búin að landa sigri í höfn þegar liðið náði 14 stiga forystu 94-108 um miðbik fjórða leikhluta. Heimamenn lögðu hins vegar ekki árar í bát og settu spennu í lokamínútur leiksins og leiktíðarinnar raunar hjá liðinu með því að jafna metin 111-111 þegar um það bil tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflavík var hins vegar sterkari aðilinn á lokakafla leiksins og innbyrti að lokum fimm stiga sigur, 114-119 sem fleytir liðinu í úrslitakeppni deildarinnar eftir strembna deildarkeppni. Þar mætir liðið Tindastóli sem varð deildarmeistari með sigri gegn Val í kvöld. Það voru nágrannar Keflavíkur, Grindavík, sem komu Keflvíkingum yfir línuna og inn í úrslitakeppnina með sigri gegn KR. Lárus Jónsson: Verð áfram í Þorlákshöfn „Það eru klárlega vonbrigði að vera ekki að fara í úrslitakeppni og ekki síst að geta ekki gefið stuðningsmönnum okkar og sjálfboðaliðum það krydd í tímabilið sem úrslitakeppnin er. Þegar tímabilið er skoðað eru ýmsar ástæður fyrir því að við náðum ekki markmiðum okkar,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar þegar niðurstaðan var ljós. „Við gerðum mögulega mistök við það hvernig við settum liðið saman í upphafi leiktíðar. Síðan lentum við í áföllum í gegnum veturinn. Til að mynda þegar Steve Ho You Fat meiðist og við það urðum við ansi veikir undir körfunni,“ sagði Lárus beðinn um að súmmera tímabilið upp. „Nick Tomsick hefur svo verið að spila meiddur undanfarnar vikur og við gátum tæplega þjösnast meira á honum. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að hvíla hann í þessum leik og veðja á að við myndum vinna án hans. Það tókst ekki og við förum svekktir í snemmbúið sumarfrí,“ sagði þjálfarinn. „Nú er bara að setja þetta tímabil til hliðar, áfram gakk og byrja að byggja upp lið fyrir næstu leiktíð. Það er enginn bilbugur á okkur og við mætum sterkari til leiks næsta vetur. Ég verð áfram í brúnni hjá Þór Þorlákshöfn, ekki nema Jóhanna reki mig. Sjáum hvað setur í þeim efnum,“ sagði Lárus sem hefur stýrt Þórsliðinu frá því vorið 2020. Liðið varð Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2021. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, verður áfram við stjórnvölin þar. Vísir /Pawel Sigurður Ingimundarson: Úrslitakeppnin er önnur skepna „Þetta var ekki frábær frammistaða en við gerðum nóg til þess að vinna og koma okkur þangað sem við vildum, það er í úrslitakeppnina. Við vorum fínir á sóknarhelmingnum en hefðum klárlega getað spilað betri vörn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í sigurvímu að leik loknum. „Þegar ég tók við liðinu settum við okkur það markmið að bæta leik liðsins jafnt og þétt og koma liðinu í úrslitakeppni. Það er góð tilfinning að hafa náð að landa því markmiði. Nú tekur bara ný keppni við og við erum spenntir fyrir því,“ sagði Sigurður enn fremur en hann tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni í slæmri stöðu í byrjun febrúar fyrr á þessu ári. „Við ætlum að gera okkur gildandi í úrslitakeppninni og viljum alls ekki vera einhverjir farþegar þar þrátt fyrir að deildarkeppnin hafi verið sveiflukennd hjá okkur. Við erum með gott lið og getum hæglega gert góða hluti í úrslitakeppninni ef við spilum á okkar getu,“ sagði þessi þrautreyndi þjálfari. „Úrslitakeppnin er önnur skepna. Leikirnir verða hægari og líkamlega baráttan meiri. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að stíga upp í varnarleiknum þar og ég hef fulla trú á því að við gerum það,“ sagði hann um framhaldið hjá Keflvíkingum. Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Justas Tamulis steig út af í lokasókn Þórs Þorlákshafnar á keppnistímabilinu og við það létti taugar allra körfuboltaáhugamanna í Keflavík. Keflvíkingar ætluðuð sér stóra hluti á tímabilinu og miklu hefur verið til kostað í liðið og sæti í úrslitakeppni deildarinnar lágmarks krafa í körfuboltasamfélaginu í þessum mikla körfuboltabæ. Stjörnur og skúrkar Ty-Shon Alexander lék á als oddi á sóknarhelmingi vallarins en sama má kannski ekki segja um varnarleikinn hjá honum. Sú staðreynd að hann skoraði 38 stig og setti niður átta af tólf þriggja stiga skotum sínum lætur stuðningsmönnum Keflavíkur gleyma hversu linur hann var í varnarleik sínum. Halldór Garðar Hermannson, Igor Maric og Jaka Brodnik áttu einnig góðan leik fyrir Keflavíkurliðið og settu niður stór skot þegar á þurfti að halda. Jordan Sample, Mustapha Heron og Justas Tamulis drógu vagninn í sóknarleik Þórsarar að þessu sinni. Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir, Sigmundur Már Herbertsson, Jón Þór Eyþórsson og Ingi Björn Jónsson, áttu ágætis leik en fóru kannski helst til oft í skjáinn og voru ekki nógu samrýmdir við nokkrar ákvarðanir sínar. Þeir fá þó sjó í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Það var ágætlega mætt í höllina í Þorlákshöfn í kvöld og létt yfir fólk. Stuðningsmenn Þórs verða ekki sakaðir um það að liðið náði ekki ætlunarverki sínu að komast í úrslitakeppni þetta tímabilið.
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Leik lokið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti