Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 10:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður telja auðveldara fyrir Bandaríkin að eignast Grænland en Kanada og Panamaskurðinn. AP Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Washington Post segir að ein leið sem verið sé að skoða innan veggja Hvíta hússins sé að bjóða Grænlendingum meiri peninga en þeir fá frá Danmörku á ári hverju. Sú upphæð samsvarar um 600 milljónum dala en samkvæmt heimildum WP vilja Bandaríkjamenn leggja til töluvert meira en það. Þessar vendingar þykja til marks um að ummæli Trumps um Grænland séu orðin að opinberri stefnu Bandaríkjanna. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Langan tíma tæki að hefja umfangsmikla námuvinnslu á Grænlandi og slíkt myndi kosta mikið. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Kannanir á Grænlandi sýna þó að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Einn embættismaður sem WP ræddi við sagði vinnuna taka mið af því að Grænlendingar væru hlynntir því að ganga inn í Bandaríkin. Trump hefur einni talað um að Bandaríkin eigi að eignast Kanada og Panamaskurðinn. Einn heimildarmaður WP sem sagður er þekkja þankagang forsetans, sagði Trump telja Grænland auðveldasta hnossið að hreppa. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Norðurslóðir Tengdar fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. 2. apríl 2025 07:47 Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30. mars 2025 20:19 Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30. mars 2025 18:22 Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26. mars 2025 23:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Washington Post segir að ein leið sem verið sé að skoða innan veggja Hvíta hússins sé að bjóða Grænlendingum meiri peninga en þeir fá frá Danmörku á ári hverju. Sú upphæð samsvarar um 600 milljónum dala en samkvæmt heimildum WP vilja Bandaríkjamenn leggja til töluvert meira en það. Þessar vendingar þykja til marks um að ummæli Trumps um Grænland séu orðin að opinberri stefnu Bandaríkjanna. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Langan tíma tæki að hefja umfangsmikla námuvinnslu á Grænlandi og slíkt myndi kosta mikið. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Kannanir á Grænlandi sýna þó að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Einn embættismaður sem WP ræddi við sagði vinnuna taka mið af því að Grænlendingar væru hlynntir því að ganga inn í Bandaríkin. Trump hefur einni talað um að Bandaríkin eigi að eignast Kanada og Panamaskurðinn. Einn heimildarmaður WP sem sagður er þekkja þankagang forsetans, sagði Trump telja Grænland auðveldasta hnossið að hreppa.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Norðurslóðir Tengdar fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. 2. apríl 2025 07:47 Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30. mars 2025 20:19 Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30. mars 2025 18:22 Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26. mars 2025 23:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Cory Booker, öldungadeildarþingmaður New Jersey-ríkis, sló í nótt met í sögu öldungadeildar Bandaríkjaþings með þingræðu sem varði í 25 klukkustundir og fimm mínútur. 2. apríl 2025 07:47
Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30. mars 2025 20:19
Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30. mars 2025 18:22
Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. 26. mars 2025 23:32