Sendi Dönum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 13:25 Lars Lokke Rasmussen og Marco Rubio, utanríkisráðherrar Danmerkur og Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Dönum tóninn í dag. Er það eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, skammaðist yfir orðræðu Bandaríkjamanna um Grænland og sagði meðal annars að þeir gætu hreinlega ekki innlimað annað ríki. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“ Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands JD Vance, varaforseti Trumps, ítrekaði í viðtali í gær að Bandaríkjamenn væru ósáttir við Dani. Þeir hefðu ekki fjárfest nóg í innviðum og öryggi Grænlands. Hann sagði þar að auki að Trump væri þeirrar skoðunar að yfirráð yfir Grænlandi snerust um öryggi Bandaríkjanna. Þetta væri hreinlega almenn skynsemi. „Við munum verja hagsmuni Bandaríkjanna, hvað sem á dynur.“ Vance sagði þar að auki að ljóst væri að Grænlendingar vildu frelsi frá Danmörku. Vance: The thing that I picked up on is they get about $60,000 a year from the government of Denmark. That's $60,000 per year per person in Greenland. What the president has said is we could give the people of Greenland way more money than that pic.twitter.com/bc2Xor4jIb— Acyn (@Acyn) April 4, 2025 Kannanir á Grænlandi sýna að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin, þó þeir vilji sjálfstæði frá Danmörku. Óásættanleg og ruddaleg ummæli Frederiksen er stödd á Grænlandi þar sem hún hitti meðal annars stjórnmálaleiðtoga Grænlands. Í gær gagnrýndi hún Bandaríkjamenn og ummæli þeirra um Danmörku og Grænland. Hún sagði Dani hafa verið trausta vini Bandaríkjamanna og það myndi ekki breytast. „Þegar þið biðjið fyrirtæki okkar um að fjárfesta í Bandaríkjunum, gera þau það. Þegar þið biðjið okkur um að verja meira til varnarmála, gerum við það, og þegar þið biðjið okkur um að auka öryggi á norðurslóðum, erum við sammála því,“ sagði Frederiksen. „En þegar þið krefjist þess að taka yfir hluta landsvæðis Danmerkur, þegar við stöndum frammi fyrir þrýstingi og hótunum frá okkar nánustu bandamönnum, hvað eigum við að halda um ríki sem við höfum litið upp til í svo mörg ár?“ Þá sagði hún að Bandaríkjamenn gætu ekki innlimað annað ríki, þó það væri í nafni alþjóðaöryggis. Frederiksen bætti við að ef Bandaríkjamenn vildi bæta varnirnar á norðurslóðum gæti það verið gert með samvinnu. Bandaríkin og Danmörk hafa gert varnarsamkomulag sem felur meðal annars í sér að Bandaríkjamönnum er heimilt að reka herstöðvar og varnarvirki á Grænlandi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði frá því í morgun að hann hefði fundað með Rubio í gær. Hann sagði fund þeirra kollega hafa verið hreinskilinn. „Ég gerði það kristaltært að kröfur og ummæli um innlimum Grænlands væru ekki eingöngu óásættanlegar og ruddalegar. Þær væru brot á alþjóðalögum,“ skrifaði Rasmussen. Honest and direct meeting with @SecRubio yesterday. I made it crystal clear that claims and statements about annexing Greenland are not only unacceptable and disrespectful. They amount to a violation of international law. pic.twitter.com/YYQprYmlWP— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 4, 2025 Ættu að einbeita sér að Grænlendingum Þessi ummæli dönsku ráðherranna virðast hafa farið fyrir brjóstið á Rubio sem sendi Dönum tóninn. Ráðherrann er staddur í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, auk annarra utanríkisráðherra bandalagsins. Rubio sagði að Danir ættu að sleppa því að einbeita sér að áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að því að Grænlendingar vilji ekki tilheyra Danmörku. „Grænlendingar munu taka eigin ákvörðun.“
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump NATO Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira