Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 16:47 X er í einkaeigu Elons Musk, auðugasta manns heims. Getty/Beata Zawrzel Forsvarsmenn Evrópusambandsins eru sagðir íhuga að sekta X, samfélagsmiðil Elons Musk, vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Slíkt myndi líklega auka spennu milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump en Musk er náinn bandamaður forsetans. Sektin gæti orðið meira en milljarður dala (um 131 milljarður króna). Samkvæmt heimildum New York Times á einnig að fylgja sektinni krafa um að breytingar verði gerðar á X, í samræmi við lög ESB. Ef ákvörðun verður tekin um að taka slaginn við yrði það tilkynnt í sumar en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði gert á grunni nýrra laga um samfélagsmiðla og ritstjórn á þeim. Hægt var á rannsókninni eftir að Trump var kjörinn forseti vestanhafs en samkvæmt heimildum NYT var nýleg ákveðið að keyra málið áfram. Samskipti ESB og Bandaríkjanna hafa beðið hnekki frá því Trump tók við embætti í janúar. „Við munum ávallt framfylgja lögum okkar með sanngirni og án mismununar gagnvart öllum fyrirtækjum sem starfa innan Evrópusambandsins, í fullu samræmi við alþjóðareglur,“ hefur NYT eftir talsmanni framkvæmdastjórnar ESB. Sá vildi ekki tjá sig með beinum hætti um málefni X. Í kjölfar þess að fréttin var birt sagði annar talsmaður að ekki væri verið að skoða eins háa sekt og NYT heldur fram. Tillögur að sekt lægju ekki fyrir. Þá var skrifað í yfirlýsingu á síðu X á X að ef þessar fregnir væru réttar væri um að ræða pólitíska ritskoðun af fordæmalausum skala og árás á málfrelsi. X færi eftir reglum ESB. If the reports that the European Commission is considering enforcement actions against X are accurate, it represents an unprecedented act of political censorship and an attack on free speech. X has gone above and beyond to comply with the EU’s Digital Services Act, and we will…— Global Government Affairs (@GlobalAffairs) April 4, 2025 Ráðamenn í Brussel búast við því að Musk myndi berjast gegn refsingu, eins og hann sagði síðasta sumar þegar bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn gagnvart X voru fyrst birtar. Þar var því haldið fram að X færi gegn áðurnefndum lögum með því að neita að veita utanaðkomandi rannsakendum aðgang að ýmsum gögnum samfélagsmiðilsins. Þar er um að ræða gögn sem hægt væri að nota til að greina upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum. X er einnig sakað um að veita ekki nægilegar upplýsingar um auglýsendur. Þá snýr ein ásökunin að því að fyrirtækið kannar ekki hverjir greiða fyrir þjónustu, sem sagt er gera samfélagsmiðilinn viðkvæman fyrir áróðursherferðum ríkja. Evrópusambandið Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Donald Trump Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Sektin gæti orðið meira en milljarður dala (um 131 milljarður króna). Samkvæmt heimildum New York Times á einnig að fylgja sektinni krafa um að breytingar verði gerðar á X, í samræmi við lög ESB. Ef ákvörðun verður tekin um að taka slaginn við yrði það tilkynnt í sumar en það yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði gert á grunni nýrra laga um samfélagsmiðla og ritstjórn á þeim. Hægt var á rannsókninni eftir að Trump var kjörinn forseti vestanhafs en samkvæmt heimildum NYT var nýleg ákveðið að keyra málið áfram. Samskipti ESB og Bandaríkjanna hafa beðið hnekki frá því Trump tók við embætti í janúar. „Við munum ávallt framfylgja lögum okkar með sanngirni og án mismununar gagnvart öllum fyrirtækjum sem starfa innan Evrópusambandsins, í fullu samræmi við alþjóðareglur,“ hefur NYT eftir talsmanni framkvæmdastjórnar ESB. Sá vildi ekki tjá sig með beinum hætti um málefni X. Í kjölfar þess að fréttin var birt sagði annar talsmaður að ekki væri verið að skoða eins háa sekt og NYT heldur fram. Tillögur að sekt lægju ekki fyrir. Þá var skrifað í yfirlýsingu á síðu X á X að ef þessar fregnir væru réttar væri um að ræða pólitíska ritskoðun af fordæmalausum skala og árás á málfrelsi. X færi eftir reglum ESB. If the reports that the European Commission is considering enforcement actions against X are accurate, it represents an unprecedented act of political censorship and an attack on free speech. X has gone above and beyond to comply with the EU’s Digital Services Act, and we will…— Global Government Affairs (@GlobalAffairs) April 4, 2025 Ráðamenn í Brussel búast við því að Musk myndi berjast gegn refsingu, eins og hann sagði síðasta sumar þegar bráðabirgðaniðurstöður á rannsókn gagnvart X voru fyrst birtar. Þar var því haldið fram að X færi gegn áðurnefndum lögum með því að neita að veita utanaðkomandi rannsakendum aðgang að ýmsum gögnum samfélagsmiðilsins. Þar er um að ræða gögn sem hægt væri að nota til að greina upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu á samfélagsmiðlinum. X er einnig sakað um að veita ekki nægilegar upplýsingar um auglýsendur. Þá snýr ein ásökunin að því að fyrirtækið kannar ekki hverjir greiða fyrir þjónustu, sem sagt er gera samfélagsmiðilinn viðkvæman fyrir áróðursherferðum ríkja.
Evrópusambandið Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Donald Trump Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent