Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 08:00 Stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst og meirihluti rúmlega tveggja milljóna íbúa eru á vergangi. Getty/Abdul Hakim Abu Riash Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Her Ísrael segir vígamenn Hamas hafa rekið stjórnstöð í sjúkrahúsinu þar sem árásir á Ísraela hafi verið skipulagðar. Þá segja talsmenn hersins að skref hafi verið tekin til að koma í veg fyrir mannfall meðal óbreyttra borgara. Myndbönd af vettvangi sýna mikið eldhaf við sjúkrahúsið en Ísraelar eru sagðir hafa hringt í lækni á sjúkrahúsinu um tuttugu mínútum fyrir árásirnar og sagt honum að láta tæma sjúkrahúsið hið snarasta. Þau hefðu tuttugu mínútur til að flýja. Í frétt Breska ríkisútvarpsins segir að sjúklingar og fólk sem hafi leitað skjóls á sjúkrahúsinu hafi þurft að flýja. Israel destroyed yet another hospital in Gaza. pic.twitter.com/yAMHaajVjX— Clash Report (@clashreport) April 13, 2025 Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru sjúkrahús vernduð af alþjóðasamþykktum og þó árásir á þau séu tíð í átökum, sé slíkum árásum iðulega lýst sem mistökum. Ísraelar hafa frá upphafi aðgerða þeirra á Gasa gert vísvitandi árásir og áhlaup á sjúkrahús á Gasa og hafa sakað Hamas um að nota þau í hernaðarlegum tilgangi. Þessar nýjustu árásir voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, lýsti því yfir að Ísraelar ætluðu að auka enn frekar árásir á Gasa og flytja íbúa á brott frá átakasvæðum. Sjá einnig: Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Ísraelar hafa einnig umkringt borgina Rafah á suðurhluta Gasa. Markmið þessara aðgerða er sagt vera að þrýsta á leiðtoga Hamas til að sleppa þeim 54 gíslum sem vígamenn eru taldir halda enn en 24 þeirra eru taldir vera á lífi. Markmiðið mun einnig vera að þvinga Hamas til að samþykkja nýja skilmála vopnahlés. Vopnahlé náðist í janúar en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasa þann 18. mars. Síðan þá hafa að minnsta kosti 1.563 fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa sem stýrt er af Hamas. Rúmlega fimmtíu þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasa frá því árásirnar hófust í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira