Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2025 18:47 Bikarmeistarar Hauka ætla sér langt í úrslitakeppninni. vísir/Anton Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik. Haukar enduðu tímabilið í þriðja sæti Olís-deildarinnar og þurftu því að leika í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en efstu tvö lið deildarinnar Valur og Fram sitja hjá og mæta beint inn í undanúrslitin. Eyjakonur sluppu hins vegar naumlega við það að þurfa að leika um öruggt sæti í Olís-deildinni, eða jafnvel falla. Liðinu tókst þó að forðast það og endaði í sjötta sæti. Gestirnir hófu leikinn betur og voru með yfirhöndina í blábyrjun leiksins. Liðin skiptust svo í kjölfarið á að leiða leikinn en aldrei með meira en einu marki. Staðan 10-10 eftir 26. mínútna leik. Eyjakonur spiluðu agaðan sóknarleik og sterkan varnarleik í fyrri hálfleik á meðan Haukar voru ekki alveg í takt og spiluðu gjarnan langar ómarkvissar sóknir. Á lokakafla fyrri hálfleiks tókst Eyjakonum að koma sér í þriggja marka forystu eftir að hafa meðal annars skorað tvö hraðaupphlaupsmörk. Inga Dís Jóhannsdóttir, skytta Hauka, tókst þó að laga stöðuna fyrir sitt lið með lokaskoti fyrri hálfleiks. Staðan 11-13 í hálfleik og ekki að sjá að Haukar hafi safnað 22 fleiri stigum en ÍBV í Olís-deildinni í vetur. Eyjakonur hófu síðari hálfleikinn á því að koma sér í þriggja marka forystu, en þá hófst viðsnúningur Hauka í leiknum. Eftir aðeins átta mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. Haukakonur voru komnar á mikið skrið og hömruðu heitt járnið og komu sér í þægilega forystu. Staðan 20-17 Haukum í vil þegar tíu mínútur lifðu leiks. Eyjakonur reyndu allt hvað þær gátu til þess að nálgast forystu Hauka á lokakaflanum, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Atvik leiksins Britney Cots, línumaður ÍBV, fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik sem hafði mikil áhrif á leik ÍBV og framvindu leiksins. Haukar nýttu sér þar og náðu yfirhöndinni í leiknum á þessum kafla. Stjörnur og skúrkar Líkt og oft áður þá var Elín Klara Þorkelsdóttir allt í öllu í leik Hauka og endaði sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk. Sunna Jónsdóttir dró vagninn í liði ÍBV og endaði með sex mörk og var feikiöflug í varnarleik liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Britney Cots átti fínan leik þar til hún var rekinn í tvígang af velli fyrir klaufaleg brot. Hafði það mikil áhrif á gang mála í leiknum. Dómarar Eitt frambærilegasta dómarapar landsins dæmdi þennan leik, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Komust þeir vel frá sínu og höfðu góð tök á leiknum. Stemning og umgjörð Góður hópur Eyjafólks var mætt á leikinn og studdi sitt lið til dáða í leiknum. Stuðningsmenn Hauka voru sennilega örlítið fleiri á pöllunum og létu líka vel í sér heyra. Öll umgjörð eins og best verður á kosið á Ásvöllum. „Við vorum ósátt við margt í leik okkar“ Stefán á hliðarlínunni.Vísir/Digo „Við bjuggumst við erfiðum leik. Úrslitakeppnin er alltaf erfið og ÍBV er bara gott lið og erfitt að mæta þeim. Þannig að við erum ánægð að vinna hérna í dag,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Stefán segist hafa verið ósáttur við leik liðsins í fyrri hálfleik. „Við vorum ósátt við margt í leik okkar, bæði sóknar- og varnarlega. Það lagaðist í seinni hálfleik og þess vegna unnum við.“ Aðspurður hvað hafi breyst í upphafi síðari hálfleiks sem breytti stöðu mála í leiknum, þá hafði Stefán þetta að segja. „Við náðum að spila betri vörn og fengum markvörsluna, við vorum ekki búin að fá nógu góða markvörslu í fyrri hálfleik, og þá fengum við hraðaupphlaup og þessi auðveldu mörk og þá varð þetta auðveldara fyrir okkur.“ Stefán er spenntur að fara til Vestmannaeyja á laugardaginn, þar sem annar leikur liðanna fer fram. „Það er alltaf gaman að fara til Vestmannaeyja og það eru alltaf hörku leikir, alltaf fullt af fólki og það verður bara mjög erfiður leikur fyrir okkur.“ Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 15. apríl 2025 21:33
Haukar unnu í kvöld fyrsta leikinn í einvígi liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna. Lauk leiknum með sannfærandi sigri Hauka, 26-20, en ÍBV var þó tveimur mörkum yfir í hálfleik. Haukar enduðu tímabilið í þriðja sæti Olís-deildarinnar og þurftu því að leika í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en efstu tvö lið deildarinnar Valur og Fram sitja hjá og mæta beint inn í undanúrslitin. Eyjakonur sluppu hins vegar naumlega við það að þurfa að leika um öruggt sæti í Olís-deildinni, eða jafnvel falla. Liðinu tókst þó að forðast það og endaði í sjötta sæti. Gestirnir hófu leikinn betur og voru með yfirhöndina í blábyrjun leiksins. Liðin skiptust svo í kjölfarið á að leiða leikinn en aldrei með meira en einu marki. Staðan 10-10 eftir 26. mínútna leik. Eyjakonur spiluðu agaðan sóknarleik og sterkan varnarleik í fyrri hálfleik á meðan Haukar voru ekki alveg í takt og spiluðu gjarnan langar ómarkvissar sóknir. Á lokakafla fyrri hálfleiks tókst Eyjakonum að koma sér í þriggja marka forystu eftir að hafa meðal annars skorað tvö hraðaupphlaupsmörk. Inga Dís Jóhannsdóttir, skytta Hauka, tókst þó að laga stöðuna fyrir sitt lið með lokaskoti fyrri hálfleiks. Staðan 11-13 í hálfleik og ekki að sjá að Haukar hafi safnað 22 fleiri stigum en ÍBV í Olís-deildinni í vetur. Eyjakonur hófu síðari hálfleikinn á því að koma sér í þriggja marka forystu, en þá hófst viðsnúningur Hauka í leiknum. Eftir aðeins átta mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin jöfn, 16-16. Haukakonur voru komnar á mikið skrið og hömruðu heitt járnið og komu sér í þægilega forystu. Staðan 20-17 Haukum í vil þegar tíu mínútur lifðu leiks. Eyjakonur reyndu allt hvað þær gátu til þess að nálgast forystu Hauka á lokakaflanum, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Atvik leiksins Britney Cots, línumaður ÍBV, fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir með skömmu millibili snemma í síðari hálfleik sem hafði mikil áhrif á leik ÍBV og framvindu leiksins. Haukar nýttu sér þar og náðu yfirhöndinni í leiknum á þessum kafla. Stjörnur og skúrkar Líkt og oft áður þá var Elín Klara Þorkelsdóttir allt í öllu í leik Hauka og endaði sem markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk. Sunna Jónsdóttir dró vagninn í liði ÍBV og endaði með sex mörk og var feikiöflug í varnarleik liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Britney Cots átti fínan leik þar til hún var rekinn í tvígang af velli fyrir klaufaleg brot. Hafði það mikil áhrif á gang mála í leiknum. Dómarar Eitt frambærilegasta dómarapar landsins dæmdi þennan leik, Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Komust þeir vel frá sínu og höfðu góð tök á leiknum. Stemning og umgjörð Góður hópur Eyjafólks var mætt á leikinn og studdi sitt lið til dáða í leiknum. Stuðningsmenn Hauka voru sennilega örlítið fleiri á pöllunum og létu líka vel í sér heyra. Öll umgjörð eins og best verður á kosið á Ásvöllum. „Við vorum ósátt við margt í leik okkar“ Stefán á hliðarlínunni.Vísir/Digo „Við bjuggumst við erfiðum leik. Úrslitakeppnin er alltaf erfið og ÍBV er bara gott lið og erfitt að mæta þeim. Þannig að við erum ánægð að vinna hérna í dag,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Stefán segist hafa verið ósáttur við leik liðsins í fyrri hálfleik. „Við vorum ósátt við margt í leik okkar, bæði sóknar- og varnarlega. Það lagaðist í seinni hálfleik og þess vegna unnum við.“ Aðspurður hvað hafi breyst í upphafi síðari hálfleiks sem breytti stöðu mála í leiknum, þá hafði Stefán þetta að segja. „Við náðum að spila betri vörn og fengum markvörsluna, við vorum ekki búin að fá nógu góða markvörslu í fyrri hálfleik, og þá fengum við hraðaupphlaup og þessi auðveldu mörk og þá varð þetta auðveldara fyrir okkur.“ Stefán er spenntur að fara til Vestmannaeyja á laugardaginn, þar sem annar leikur liðanna fer fram. „Það er alltaf gaman að fara til Vestmannaeyja og það eru alltaf hörku leikir, alltaf fullt af fólki og það verður bara mjög erfiður leikur fyrir okkur.“
Olís-deild kvenna Haukar ÍBV Tengdar fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 15. apríl 2025 21:33
„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 15. apríl 2025 21:33