Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2025 08:54 Vance og fjölskylda vörðu föstudeginum langa í Róm. Páfagarður Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu. Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu.
Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira