Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 16:13 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Ísraelsher hefur viðurkennt að „fagleg mistök“ og brot á skipunum hafi átt sér stað þegar fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasaströndinni voru drepnir. Þeir neita hins vegar að þeir hafi reynt að fela atvikið. Sautján hjálparstarfsmenn á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna, voru að störfum að kvöldi 23. mars þegar þeir fimmtán þeirra voru skotnir til bana og lík þeirra grafin í grunnri gröf nærri flökum bíla þeirra. Eini eftirlifandi maðurinn lýsti því hvernig hermenn Ísraelshers létu hann afklæðast, pyntuðu og börðu hann. Síðasta starfsmannsins er enn saknað en sjónarvottur sá hann leiddan burt af hernum. Nú er rannsókn af hálfu Ísraelshers lokið og segja þeir að einn herforingi hafi fengið áminningu vegna málsins og varaforingja vikið frá starfi. Ekki kom fram hvort að þeir yrðu kærðir vegna atviksins samkvæmt umfjöllun Reuters. Þeir neita hins vegar að hafa reynt að leyna atvikinu á einhvern hátt. Ísraelsmenn héldu því fyrst fram að bílalest starfsmannanna, sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ og án ljósa og því hafi hermennirnir skotið á hana. Myndefni af vettvangi sýnir að svo hafi ekki verið og leiðréttu Ísraelar þær rangfærslur. Herinn hélt því einnig fram að þeir hafi vitað að bílarnir væru á vegum Hamas, en engin sönnunargögn hafa borist um hvernig þeir ákvörðuðu að bílarnir væru á vegum Hamas. Þeir sögðu einnig að sex af þeim fimmtán sem létust væru Hamasliðar en Hamas-samtökin hafa neitað þeirri fullyrðingu. Í myndskeiðinu sést bílalestin, greinilega merkt sem sjúkrabílar og slökkviliðsbílar, verða fyrir skothríð hermanna Ísraelshers. Í yfirlýsingu frá hernum segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós fagleg mistök og brot á skipunum auk þess sem atvikið hafi ekki verði tilkynnt. Þegar rannsókn Ísraelshers hófst neitaði talsmaður hersins því að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sögðu árásina svívirða. Þeir segja reglur sem séu í gildi á átakasvæðum skýrar, almennir borgarar, sjúkraliðar að störfum og hjálparstarfsmenn eigi að njóta friðhelgi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Sautján hjálparstarfsmenn á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna, voru að störfum að kvöldi 23. mars þegar þeir fimmtán þeirra voru skotnir til bana og lík þeirra grafin í grunnri gröf nærri flökum bíla þeirra. Eini eftirlifandi maðurinn lýsti því hvernig hermenn Ísraelshers létu hann afklæðast, pyntuðu og börðu hann. Síðasta starfsmannsins er enn saknað en sjónarvottur sá hann leiddan burt af hernum. Nú er rannsókn af hálfu Ísraelshers lokið og segja þeir að einn herforingi hafi fengið áminningu vegna málsins og varaforingja vikið frá starfi. Ekki kom fram hvort að þeir yrðu kærðir vegna atviksins samkvæmt umfjöllun Reuters. Þeir neita hins vegar að hafa reynt að leyna atvikinu á einhvern hátt. Ísraelsmenn héldu því fyrst fram að bílalest starfsmannanna, sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ og án ljósa og því hafi hermennirnir skotið á hana. Myndefni af vettvangi sýnir að svo hafi ekki verið og leiðréttu Ísraelar þær rangfærslur. Herinn hélt því einnig fram að þeir hafi vitað að bílarnir væru á vegum Hamas, en engin sönnunargögn hafa borist um hvernig þeir ákvörðuðu að bílarnir væru á vegum Hamas. Þeir sögðu einnig að sex af þeim fimmtán sem létust væru Hamasliðar en Hamas-samtökin hafa neitað þeirri fullyrðingu. Í myndskeiðinu sést bílalestin, greinilega merkt sem sjúkrabílar og slökkviliðsbílar, verða fyrir skothríð hermanna Ísraelshers. Í yfirlýsingu frá hernum segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós fagleg mistök og brot á skipunum auk þess sem atvikið hafi ekki verði tilkynnt. Þegar rannsókn Ísraelshers hófst neitaði talsmaður hersins því að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sögðu árásina svívirða. Þeir segja reglur sem séu í gildi á átakasvæðum skýrar, almennir borgarar, sjúkraliðar að störfum og hjálparstarfsmenn eigi að njóta friðhelgi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira