Skýrslan sé „full af lygum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 13:57 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira