Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 15:21 Keir Starmer og Donald Trump. AP/Carl Court Þingmenn og lávarðar á breska þinginu kalla eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði meinað að ávarpa þingið þegar hann kemur í opinbera heimsókn. Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð. Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Lávarðar kallast þeir sem eiga ævilangt sæti í lávarðadeildinni. Í kjölfar fundar þeirra Trump og Keirs Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið greint frá því að Trump komi í opinbera heimsókn til Bretlands í haust en forverar hans Barack Obama, Ronald Reagan og Bill Clinton ávörpuðu allir báðar deildir breska þingsins í tilefni af heimsóknum þeirra. Guardian fjallar um það að McFall lávarði af Alcluith, sem er forseti efri deildar þingsins, hafi borist hvatningar til að leggjast gegn því að Trump fái að ávarpa deildina vegna skoðana hans og ummæla í garð Bretlands, þingræði, Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu. Foulkes lávarður, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokks Tony Blair, fer fyrir hópi lávarða sem leggjast gegn hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseti. „Þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé nauðbeygð til að eiga við alls konar stjórnvöld ætti þingið ekki að taka á móti leiðtoga sem er andvígur lýðræði og virðir ekki dómstóla og lög,“ segir Foulkes lávarður. „Þar að auki fordæmir hann ekki innrás Rússa í Úkraínu, sem allir flokkar á breska þinginu hafa gert,“ segir hann. Kate Osborne, þingkona Verkamannaflokksins, hefur einnig samkvæmt umfjöllun breskra miðla beðið Lindsay Hoyle, forseta neðri deildarinnar, að mótmæla hugsanlegu ávarpi Bandaríkjaforseta. Hefð er fyrir því að Bandaríkjaforsetar sem komi í opinbera heimsókn til Bretlands á öðru kjörtímabili þeirra í embætti fari á fund konungs í Windsor-höll, líkt og George Bush yngri og Barack Obama gerðu hvor á sinni embættistíð.
Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira