Drottningin lögð inn vegna veikinda Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 07:39 Drottningin tók þátt í gala kvöldverði þegar Halla heimsótti Noreg fyrr í mánuðinum. Hér er Sonja með eiginmanni forsetans, Birni Skúlasyni. Vísir/EPA Sonja Noregsdrottning var lögð inn á spítala í Osló seint í gær vegna öndunarerfiðleika. Drottningin var útskrifuð af spítalanum í morgun og verður í veikindaleyfi út vikuna. Drottningin var sótt í þyrlu í bústað prinsins í Sikkilsdalen þar sem þau vörðu páskunum. Greint var frá innlögninni í tilkynningu frá norsku konungshöllinni seint í gær. Drottningin fékk gangráð í janúar eftir að hafa upplifað gáttatif á meðan hún var á skíðum. Þremur vikum síðar sneri hún aftur til opinberra verka. Konungurinn fór í sams konar aðgerð í mars árið 2024. Í frétt norska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að gögn sýni að þyrlan hafi sótt hana um klukkan tíu í gærkvöldi og lent á spítalanum í Osló um klukkan ellefu. Þar kemur einnig fram að næsta embættisverk hennar sé planað á fimmtudag en þá á hún að heimsækja Spireverket sem er atvinnumiðstöð fyrir ungt fólk. Síðar sama dag á hún að vera viðstödd opnun á þjóðminjasafninu í Osló. Fram kemur í frétt NRK að óvíst sé um þátttöku Sonju í þessum viðburðum eða hver muni þá taka við af henni. Krónprinsinn mun í dag ferðast til Póllands og er sú heimsókn samkvæmt áætlun. Prinsinn mun heimsækja bæði Gdansk og Varsjá þar sem hann mun hitta Andrzej Duda, forseta landsins, og Lech Walesa, fyrrverandi forseta og Nóbelsverðlaunahafa. Sonja drottning verður 88 ára á þessu ári. Í frétt NRK er einnig minnst á að síðasta embættisverk drottningarinnar hafi verið að taka á móti forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Fréttin var uppfærð eftir að drottningin var útskrifuð af spítala. Uppfært klukkan 10:04 þann 22.4.2025. Noregur Kóngafólk Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Drottningin var sótt í þyrlu í bústað prinsins í Sikkilsdalen þar sem þau vörðu páskunum. Greint var frá innlögninni í tilkynningu frá norsku konungshöllinni seint í gær. Drottningin fékk gangráð í janúar eftir að hafa upplifað gáttatif á meðan hún var á skíðum. Þremur vikum síðar sneri hún aftur til opinberra verka. Konungurinn fór í sams konar aðgerð í mars árið 2024. Í frétt norska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að gögn sýni að þyrlan hafi sótt hana um klukkan tíu í gærkvöldi og lent á spítalanum í Osló um klukkan ellefu. Þar kemur einnig fram að næsta embættisverk hennar sé planað á fimmtudag en þá á hún að heimsækja Spireverket sem er atvinnumiðstöð fyrir ungt fólk. Síðar sama dag á hún að vera viðstödd opnun á þjóðminjasafninu í Osló. Fram kemur í frétt NRK að óvíst sé um þátttöku Sonju í þessum viðburðum eða hver muni þá taka við af henni. Krónprinsinn mun í dag ferðast til Póllands og er sú heimsókn samkvæmt áætlun. Prinsinn mun heimsækja bæði Gdansk og Varsjá þar sem hann mun hitta Andrzej Duda, forseta landsins, og Lech Walesa, fyrrverandi forseta og Nóbelsverðlaunahafa. Sonja drottning verður 88 ára á þessu ári. Í frétt NRK er einnig minnst á að síðasta embættisverk drottningarinnar hafi verið að taka á móti forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur. Fréttin var uppfærð eftir að drottningin var útskrifuð af spítala. Uppfært klukkan 10:04 þann 22.4.2025.
Noregur Kóngafólk Haraldur V Noregskonungur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira