Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 09:17 Ronen Bar, yfirmaður leyniþjónustunnar Shin Bet, sem Netanjahú rak í síðasta mánuði. Hæstiréttur ógilti brottreksturinn. Vísir/EPA Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Hæstiréttur Ísraels ógildi brottrekstur Ronens Bar, yfirmanns Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu landsins. Mótmæli brutust út eftir að Netanjahú rak Bar í mars en stjórnarandstæðingar töldu brottreksturinn ólöglegan. Í eiðsvarinni yfirlýsingu til hæstaréttarins í gær fullyrti Bar að ákvörðun Netanjahú um að reka sig hafi ekki verið fagleg heldur byggst á því að hann hefði ekki sýnt forsætisráðherranum nógu mikla persónulega hollustu. Þannig hefði Netanjahú rekið hann eftir að hann neitaði að njósna um mótmælendur og hjálpa forsætisráðherranum að komast hjá því að bera vitni í spillingarmáli. Þá hefði brottreksturinn komið í kjölfar þess að leyniþjónustan rannsakaði fjárhagsleg tengsl aðstoðarmanna Netanjahú við stjórnvöld í Katar og leka á leynilegum skjölum frá hernum til fjölmiðla, að því er kemur fram í frétt Reuters. Staðfesti að Bar hafi brugðist í aðdraganda 7. októbers Skrifstofa forsætisráðherrans brást við yfirlýsingunni með því að segja hana fulla af lygum. Hún staðfesti jafnframt að Bar hefði brugðist hörmulega þegar Hamas gerði árás sína á Ísrael 7. október árið 2023. Netanjahú hefur sagst hafa rekið Bar vegna mistaka leyniþjónustunnar í aðdraganda árásarinnar. Bar hefur sjálfur gengist við mistökum og sagst ætla að hætta áður en skipunartími hans er liðinn. Líkúd-flokkur Netanjahú hefur sakað Bar um að beita sér gegn forsætisráðherranum og að breyta leyniþjónustunni í „einkaherdeild djúpríkisins“. Stjórnarandstæðingar hafa á móti áhyggjur af því að ríkisstjórn Netanjahú grafi undan stofnunum og undirstöðum lýðræðisins í landinu með framferði sínu. Í spillingarmálinu sem Netanjahú þurfti að bera vitni í er hann meðal annars sakaður um mútuþægni. Í einum anga þess er hann meðal annars sagður hafa boðið eiganda fjölmiðils hagstæðum lagabreytingum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun um hann sjálfan.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum. 10. desember 2024 08:52