Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 19:31 Jens-Frederik Nielsen, nýr landstjóri Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. „Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
„Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira