Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 09:30 Sölufólk á markaði í Barcelona lýsti sér með síma þegar það reyndi að bjarga matvælum í rafmagnsleysinu í gær. AP/Emilio Morenatti Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21